Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 36
fólk, sem heldur sig sjálft með málamat, eða þó að tvennt
sé í heimili, að geta ekki fengið minna í einu. Brauðið
vill harðna og jafnvel mygla við fárra daga geymslu.
Vafalaust er brauði því fleygt, og sárt til þess að vita,
svo matarlítið sem nú er víða um lönd. Æskilegt væri, að
bakarameistarar hefðu skurðarhníf í brauðbúðum sínum,
þannig að afgreiðslustúlkurnar gætu afgreitt brauðsneiðar
þeim, er það vilja. Slíkt tíðkast erlendis og er mjög kær-
komið þeim, sem ekki ráða við að borða % kg. brauð áður
en það harðnar eða skemmist.
Pappírsumbúðir um brauðin eru til fyrirmyndar í sum-
um brauðabúðunum. Erlendis sést, sunnarlega í álfunni,
að menn stingi óumbúnu brauði í handarkrikann og haldi
þannig á því heim til sín. Sem betur fer, eru kröfurnar
meiri hér. — Afgreiðslan — eins og í búðum höfuðstaðar-
ins yfirleitt — er annars misjöfn. Það er kurteist búðar-
fólk innan um, sem virðist kunna starf sitt og hafa unun
af því. En viðmótið má ekki tæpara standa í sumum búð-
um, og kaupendur virðast þar ekki aufúsugestir.
Það er áberandi erlendis, hve völ er þar á margs konar
mjólkurosti. Hér á landi er vart um neitt að velja
— ein tegund, en misjafnlega feit. Líklega rennur þessi
vara út, fyrst ekki er ómakað sig til að hafa neina til-
breytni, sem mundi gera ostinn ljúffengari. Kunnáttu-
leysi? Tómlæti?
Jólaeplin. Hvenær skyldi reka að því, að menn
gætu farið inn í ávaxtabúð hér á landi
eins og í nálægum menningarlöndum og keypt sér þar
nýja ávexti? Þrátt fyrir ríkidæmi íslendinga á síðari
árum, hefur það — enn sem komið er — ekki átt sér
stað. Það er einna helzt, að mylgrað hafi verið eplum í
almenning um jólin. Ráðherrar koma og fara. Og ýmsir
34
Heilbrifit líf