Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 39
I.
Svo mikið finnst R. Á. til um yfirsetustörf Jóns Finn-
bogasonar á Ásunnarstöðum í Breiðdal eystra (d. 1906),
að honum er spurn, hvort ekki muni „vera einsdæmi, að
ólærður maður hafi lagt stund á fæðingarhjálp og líknað
í svo mörg skipti“. Minnir hann, að Jón þessi eigi að
hafa tekið á móti á þriðja hundrað börnum auk aðstoðar
við konu sína, sem var ljósmóðir. Nei, slíkt er ekki eins-
dæmi og svo fjarri því, að fram á síðustu tíma er kunnugt
um fjölda ólærðra karla, sem lagt hafa meiri og minni
stund á fæðingarhjálp, og sumir þeirra fyllilega á borð
við yfirsetumann þann, er R. Á. hefur tekið sér fyrir
hendur að víðfrægja. Má finna þessa dæmi um allt land,
enda víða um það getið í ritum. Er furðulegt, að jafn-
víðreistur maður hér á landi sem R. Á. er, auk þess sem
hann hefur efalaust marga bók opnað, skuli hafa komizt
hjá að verða þessa vísari.
Ég nefni af handahófi þessa alkunnu yfirsetumenn,
einn úr hverjum fjórðungi, öðrum en Austfirðingafjórð-
ungi, og alla samtímamenn Jóns á Ásunnarstöðum: Svein
Sveinsson á Sleitustöðum í Skagafirði (d. um 1880), er
mun hafa fengið opinbera viðurkenningu fyrir þessi störf
sín, Jón Björnsson að Svarfhóli í Álftafirði vestra (d.
1894), er um tíma mun beinlínis hafa verið ráðinn yfirsetu-
maður í aðra sýslu, og Eyjólf Runólfsson í Saurbæ á
Kjalarnesi (d. 1930). Hafði hinn síðast nefndi tekið á móti
ekki færri en 481 eða 482 börnum (aðrar heimildir: 600),
er hann andaðist. Lifði hann og starfaði langt fram á ævi
R. Á. og að heita má í næstu sveit við hann.
Það er enn vísbending um, hve því fer fjarri, að yfirsetu-
störf Jóns á Ásunnarstöðum séu réttilega talin til eins-
dæma, að hann átti ekki langt undan alnafna, sér nokkru
eldra, er var ekki miður kunnur af fæðingarhjálp en hann,
Heilbrigt líf
37