Heilbrigt líf - 01.06.1947, Qupperneq 42
Rétt skoðað, er frásögnin um „fæðingartöngina“ í út-
gáfu R. Á. mjög fjarri því að vera Eymundi í Dilksnesi
til vegsemdar. Atburðurinn á að hafa gerzt, er hlutaðeig-
andi héraðslæknir var fjarverandi vegna setu sinnar á
Alþingi. Hefði það mátt vera meira glæfratiltækið og
ábyrgðarleysið af fullveðja og fullvita manni að rjúka
frá sængurkonu heim í skítuga smiðju og klambra saman
heilli fæðingartöng með þeim atburðum, sem skýrt er frá,
og leggja slíkt flýtissmíði að konunni, í stað þess, ef hann
hefur talið sig kunna með fæðingartöng að fara, að skreppa
litlu lengri leið heim á heimili héraðslæknisins og grípa
fæðingartöng úr áhaldaskáp hans, jafnvel þó að hann hefði
þurft að fremja til þess húsbrot eða beita valdi á annan
hátt, sem varla mundi hafa komið til.
Móðir mín hugði ,,fæðingartöng“ Eymundar með vissu
enga fæðingartöng hafa verið í nokkurri líkingu við fæð-
ingartengur lækna, heldur einhvers konar klemmitöng til
þess ætlaða að ná taki á höfuðleðri barnsins, eftir að í
það var farið að sjá, og reyndar mundi töngin upphaflega
hafa verið einhver smíðatöng Eymundar, e. t. v. eitthvað
lítils háttar lagfærð fyrir fyrsta tilfellið. Að öllu athuguðu
er þetta óneitanlega trúlegast. En þá fer reyndar allur
ljóminn af afrekinu, því að læknar mundu meta slíkt tæki
algerlega einskis nýtt til fæðingarhjálpar og fæðingar-
aðgerðina vita-þýðingarlaust kák eða verra en það.
Auk annars ber það sagnaritaranum ekki loflegt vitni
um glöggskyggni eða nákvæmni, að hann segir „fæðingar-
töng“ Eymundar fyrst til komna í sambandi við barns-
fæðingu, sem borið hafi að, er Þorgrímur héraðslæknir
Þórðarson sat á Alþingi, en síðasta barnið af níu, er
Eymundur á að hafa hjálpað í heiminn með tönginni,
telur hann Þorberg heitinn alþingismann Þorleifsson í
Hólum. Hér skýtur óvart svo ólánlega skökku við, að
Þorbergur var orðinn fullra 12 ára (f. 18. júní 1890), er
40
Heilbrigt líf