Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 43
Þorgrímur tók fyrst sæti á Alþingi (1902). Enginn vandi
er kunnugum að átta sig á, hvert á að hafa verið fyrsta
,,tangarbarn“ Eymundar, fætt í Hafnarnesi, síðar gift
kona í Húnavatnssýslu. En stórum verr tekst til um hana,
því að hún fæddist hvorki á þingári né á þeim árstíma,
er Alþingi þá höfðu setu, og reyndar var hún í heiminn bor-
in rúmlega hálfu öðru ári (í des. 1884) áður en Þorgrímur
læknir kom fyrst í héraðið (vorið 1886). Hafði hún því
orðið fullan aldur til að ala sjálf börn, er R. Á. lætur draga
hana með töngum úr móðurkviði. Um fæðingu þessa skiptir
það óneitanlega máli, þó að þagað sé um það í skýrslu
R. Á., að móðirin dó af barnsförunum hálfri þriðju viku
eftir barnsburðinn, og mun læknum ekki vandgizkað á,
hvert verið hafi banameinið, eins og að fæðingunni á að
hafa verið staðið. Annars er mjög vel í lagt, að Eymundi
hafi gefizt tilefni til níu „tangaraðgerða" á tæplega sex
ára tímabili með ágætlega metinn, vel kunnandi og röskan
héraðslækni lengst af tímanum sitjandi á næsta bæ, og
mun því fara fjarri, að héraðslæknirinn sjálfur hafi náð
þeim aðgerðafjölda á sama tíma.
Ætlun móður minnar um það, hvernig háttað hafi verið
„fteðingartöng“ Eymundar og aðgerðum hans með henni,
hef ég nú nýlega átt kost á að bera undir þann mann, sem
allra núlifandi manna bezt kann um þetta að bera, en
það er Þorleifur Jónsson, fyrrverandi alþingismaður í
Hólum. Er það skemmst af vitnisburði hans að segja, að
hann staðfestir af eiginni sjón og reynd í einu og öllu
skýrslu móður minnar, og lét hann mér í té eftir minni
uppdrátt af flatkjöftunni. Hygg ég, að um þetta þurfi nú
ekki fleiri vitna við.
Tildrögin til þess, að Eymundur í Dilksnesi var við-
staddur fæðingu Þorbergs Þorleifssonar voru ekki þau, að
verulega bæri út af um fæðinguna. Það var aðeins nokkuð
seindregin fyrsta fæðing og viðstödd ljósmóðir, Guðrún
Heilbrigt líf
41