Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 51
Heilbrigðisstjórnin í New York-ríki hefur nýlega haf-
izt handa til að fá úr því skorið, hver áhrif það hafi á
heilsuna, einkum þó á tennurnar, að bæta fluor í neyzlu-
vatn, svo að nemi 1 hluta pr. milljón. Til þessara tilrauna
hafa tvær borgir verið valdar, Newburgh og Kingston,
hver með 30.000 íbúa. Báðar hafa fluorlaust vatn, en í
Newburgh er fluor bætt í vatnið og gerir það sjálfvirk
vél. Daglega þarf að bæta nálægt 23 kg. af fluornatrium
út í vatnið.
Þessi tilraun á að taka 10—12 ár og verða börnin í
báðum bæjunum skoðuð vandlega einu sinni á ári. Að
því búnu ætti að vera unnt að segja um árangurinn og
hvort vert sé að taka upp slíkan sið víðar, þar sem vatn
er fluorlaust. Kostnaðurinn er lítill. 1 Newburgh kostuðu
tækin til að blanda fluor í vatnið $ 350, en efnið yfir árið
um $ 1500, eða um kr. 10.000 á ári.
Hvaö er um fluor í vatni hér á landi?
Þar sem nú er víða farið að nota hveravatn til upp-
hitunar og neyzlu, er æskilegt að vita, hvernig ástatt er
um fluor í þessu vatni og raunar í neyzluvatni voru yfir-
leitt. Eins og kunnugt er, þá eru tannskemmdir meiri
hér á landi en víðast annars staðar, en ekki hefur frétzt
um að til væru hér á landi módröfnóttar tennur af fluor-
eitrun. Sennilegt er því, að hvergi sé neytt hér vatns, sem
of mikið er í af fluor.
Nýlega er hitaveitan tekin til starfa í Reykjavík og
þar sem kunnugt er, að hveravatn er víða erlendis mjög
auðugt af fluor, væri nauðsynlegt að vita um fluormagn
heita vatnsins í Reykjavík.
Trausti Ólafsson, prófessor, hefur gert það
fyrir mig að rannsaka fluormagn vatnsins í Reykjavík.
Niðurstöður hans urðu þessar:
Heilbrigt líf — 4
49