Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 63
ríkisstjórnina, að’ í skólum væri komiS á skyldugöngum í kirkjur til þess
aft hlýða messu.
----o------
Nýlega var háður kappakstur í Túrín á Italíu. Fullhuginn Nuvolari
missti annað afturhjólið undan bifreið sinni, sem þá var á 160 kílómetra
ferð. Honum tókst þó að halda hílnum á brautinni, og þótti vel af sér
vikið. En hjólið þaut sem byssuskot út í ána Po, og hlauzt þó ekki tjón af.
----o-----
Bifreiðaslys fara í vöxt í Svíþjóð og Danmörku. Tíðustu orsakir: Of
hraður akstur, brot á ökureglum og ölvun.
----o-----
Úr iðrum jarðar: Standard Oil-félagið hefur látið bora dýpstu holuna,
sem þekktist 1945. Hún er 4951 metrar. Hitastigið í botni er 206 °C.
I Stokkhólmi og New York er 1 lögregluþjónn á hver 400 borgarbúa.
I Ameríku er % í þjónustu uinferðalögreglunnar, en færri í Svíþjóð.
——o---------
Við borgina Saratov liefur fundizt svo ntikið gas í jörðu, að nú
stendur til að leggja þaðan 783 km. langa gasveitu til Moskvu. Á þessari
leið er yfir 90 árfarvegi að fara.
■---o-----
í ársbyrjun 1946 voru í Svíþjóð starfandi 212 stjórnskipaðar nefndir með
1800 manna starfsliði. Það er þá víðar slíkt fargan en hér á landi.
----o-----
Árið 1867 keyptu Bandaríkjamenn Alaska af Rússum fyrir 7 millj.
dollara. Landið er margfalt stærra en Island.
----o-----
Það hefur komið til orða í Ameríku að hafa gagnsætt þakið í bifreiðum.
----o-----
Islenzkir kaupmenn hafa í tilkynningum sínum afnumið íslenzka orðið
nœrföt, en auglýsa undirföt, upp á dönsku. — „íslenzk tunga á bezt við
í íslenzkum bæ, hvað sérhver athugi“, kvað Stefán Gunnlaugsson, bæjar-
fógeti í Rvík, er hann árið 1848 lét festa upp opinbera tilkynningu um
hann við auglýsingum kaupmanna á dönsku.
----o-----
Samkvæmt skrá landlæknisembættisins eru taldir 216 íslenzkir læknar
ó nýári ’47. Af þeim er 31 við framhaldsnám eða búsettir erlendis.
8 dóu á s. 1. ári.
Heilbrigt líf
61