Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 65
Á VÍÐ OG DRFIF
Kúabólusetningin 150 ára
I maímánuði á árinu, sem leið, voru liðin 150 ár síðan
enski læknirinn Edward Jenner (1749-1823) gerði fyrstu
kúabólusetninguna. Bólusóttin var mjög mannskæð á þeim
árum, og faraldrar gengu iðulega yfir löndin, svo að fólkið
féll í hrönnum. íslendingar fengu líka að kenna á sóttinni,
og allir kannast við Stóru bólu, sem varð miklum hluta af
þjóðinni að aldurtila og lagði sveitir í eyði.
Það var löngum vitað, að menn tóku ekki þessa veiki
nema einu sinni. Þeir sem höfðu lifað veikina af, töldust
því hólpnir, þó að bólugrafnir væru. Endur fyrir löngu
hafði Kínverjum því hugkvæmzt að smyrja grefti úr bólu-
veikum manni í skinnsprettu á heilbrigðum. Þetta var ekki
áhættulaust, því að þeir, sem voru bólusýktir þannig, urðu
veikir af bólunni, og kom fyrir, að sumir misstu lífið. —
Aðferð þessi barst til Evrópu og var stundum notuð, þegar
menn vildu hætta á. Fræg er sagan um Katrínu Rússa-
drottningu, sem fékk enskan lækni, dr. Thomas Dimsdale,
til þess að sýkja sig af bólu. Það blessaðist vel, og hlaut
læknirinn barónsnafnbót og of fjár að launum. — Hér á
landi var bólusýking framkvæmd árið 1786 af S v e i n i
P á 1 s s y n i, þáverandi læknanema hjá Jóni Sveinss.vni,
landlækni í Nesi. Það átti aldrei að liggja fyrir Sveini
Pálssyni, er síðar varð kunnur sem merkur náttúrufræð-
ingur, að hljóta veraldargæði í ríkum mæli. Honum bárust
hvorki metorð né fjárhæðir fyrir aðgerðina. Amtmaðurinn
norðan lands, Stefán Þórarinsson, búsettur á „Mödrewalle
Kloster", kærði Svein fyrir stiftamtmanninum á „Besse-
Heilbrigt líf
63