Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 70
berklaveiki og hjartabilun eða örorka af öðrum ástæðum.
Ofan á allt þetta bætist svo, að þeir eru vankunnandi í
málinu.
Meðal flóttamanna í Svíþjóð eru t. d. um 100 prestar
og eitthvað 500 lögfræðingar (dómarar, málfærslumenn
o. fl.) ; kennarar og kennslukonur skipta líka hundruðum.
Það er ekki hægt um vik að koma slíku fólki í sömu
atvinnu, sem það stundaði heima fyrir, m. a. vegna málsins
og svo annarra þjóðfélagshátta. Frá ýmsum löndum eru
þarna um 100 háskólakennarar og vísindamenn. Betur
ætti að ganga að útvega læknum atvinnu. Sá, er þetta
ritar, varð þess var á s. 1. sumri í sjúkrahúsunum í
Stokkhólmi, að mesti fjöldi var þar af aðkomandi land-
flótta læknum. Enn eru atvinnulausir í Svíþjóð um 200
læknar, sem flúið hafa úr Eystrasaltslöndunum og eiga
þangað ekki afturkvæmt.
Það mundi að öllum jafnaði erfitt og mjög kostnaðar-
samt að ætla sér að kenna þessum erlendu menntamönnum
að nýju fræðigrein þeirra á sænsku, þannig að þeir gætu
stundað fyrri atvinnu sína í Svíþjóð, t. d. lögfræðingum
og kennurum. Það er litið svo á, að ekki verði hjá því
komizt, að mörgum þeirra verði að fá annað starf og þá
ekki sízt í iðnaðinum.
Það er ekki víst, að allir geri sér grein fyrir ógæfu
flóttamannanna. Margir þeirra lentu í mestu hörmungum,
þegar land þeirra var hertekið, og á flóttanum. Fjöldi
þessara landflótta menntamanna voru virðingamenn heima
fyrir, dugandi í starfi sínu og vel settir efnalega. Nú eru
þeir algerlega rótslitnir og stundum hafa þeir orðið að
skiljast við sína nánustu. Ekki horfur á, að þeir muni eiga
afturkvæmt til föðurlands síns. Ofan á allt þetta bætist
svo umkomuleysið og baslið fyrir afkomunni í griðlandi
þeirra. Þeir eru þar framandi menn og margir alveg mál-
lausir. Það er því ekki að furða, þó að sumir láti hugfallast
og bresti dug og djörfung til að brjóta sér nýjar leiðir.
68
Heilbrigt lif