Heilbrigt líf - 01.06.1947, Síða 71
RITFREGNIR
Vilmundur Jónsson: UPPHAF SVÆFINGA OG
FYRSTU SVÆFINGAR Á ÍSLANDI.
Fylgirit með Heilbrigðisskýrslum 1942.
Ritgerð þessi er sögulegs efnis, svo sem fyrirsögnin bendir til.
Er Vilmundur landlæknir hinn mesti eljumaður við ritstörf og manna
fróðastur um sögu læknisfræðinnar yfir höfuð og sérstaklega hér
a landi. Og ekki er minna vert um hitt, að honum er flestum betur
synt um að gera hvert það efni ljóst, er hann ritar um, og setja
það skipulega og skemmtilega fram. Því miður mun þessi fróðlega
°S skemmtilega ritgerð ekki komast nema í fárra hendur, og of
löng er hún til þess, að hún verði tekin upp í „Heilbrigt lif“. Til þess
að reyna samt að gefa lesendum þess nokkra hugmynd um hana,
hefir ritstjórinn beðið mig að skrifa um hana nokkur orð, og mun
þó sú hugmynd, er þau mega veita, verða harla ófullkomin og varla
nema svipur hjá sjón í samanburði við það að lesa ritgerðina
sjálfa.
Ritgerðin er i 6 þáttum. Þrír þeir fyrstu fjalia um upphaf svæf-
inga erlendis og sögu þeirra um það árabil, er þær voru að ryðja
sér til rúms. Frá því um aldamótin 1800 höfðu einstaka efna-
fræðingar og læknar tekið eftir áhrifum ýmsra rokgjarnra efna,
er menn önduðu þeim að sér, og sumum komið til hugar, að þau
niætti nota til að deyfa sársauka við handlæknisaðgerðir, en lengi
var þessu enginn teljandi gaumur gefinn. Var það þó ekki af því,
að læknar hefðu ekki áður fundið til þarfar á sársaukadeyfingum
við kvalafullar aðgerðir, og hafði jafnvel ýmislegt verið reynt í
því skyni. Er þarna í fyrsta þættinum talið hið helzta af því tagi
og allt harla fánýtt, þótt meiri eða minni trúnaður væri á það
lagður. Árið 1815 uppgötvaði Michael Faraday (1791-1867), er þá
lagði einkum stund á efnafræði, en varð síðar einn af brautryðjendum
Heilbrigt líf
69