Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 73

Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 73
saman ný tækni við etursvæfingar og fengu til þeirra hentug áhöld. Ekki er þó svo að skilja, að allir handlæknar og fæðingarlæknar tækju svæfingunum þegar fegins hendi. Ýmsum fánýtum, trúar- legum og siðferðislegum mótbárum var hreyft gegn þeim í fy]-stu, en þær dofnuðu og eyddust skjótt. Hitt réð meiru, að menn óttuðust eiturverkanir klóróformsins, og fyrir því voru margir í fyrstu tregir til að svæfa, nema við stærstu handlæknisaðgerðir. Meðal íhaldsömustu lækna í þessum efnum var yfirlæknirinn við fæðingar- stofnunina í Kaupmannahöfn 1850-1865, prófessor Levy, kennari lækna í barnsburðarfræðum. Hann lét venjulega ekki svæfa við tangartak né framdrátt, og yfirleitt sjaldan nema við vendingu. Er allýtarlega skýrt frá afstöðu lækna í Danmörku og Noregi til svæfinga í þessum þætti. Þrír síðari þættir ritgerðarinnar fjalla um fyrstu svæfingar hér á landi. Er í 4. þættinum gerð grein fyrir orsökum þess, að lengur dróst hér en annars staðar á Norðurlöndum, að svæfingar væru teknar upp: alger vöntun sjúkrahúsa og fullkomin einangrun hinna örfáu lækna, er störfuðu í landinu, bæði hvors frá öðrum og frá útlendum læknum og að miklu leyti frá læknisfræðiritum samtíðar- innar. Segir höf. réttilega, að um það, hversu hérlendir læknar brugðust við svæfingunum, „megum vér því ekki taka háskóla- kennara og sjúkrahúslækna annara þjóða til samanburðar, og ekki heldur aðra stórborgarlækna, heldur starfandi lækna í hinum afskekktustu byggðum og við hin óhagstæðustu skilyrði“. Skrá er þarna um alla þá lækna, sem voru hér á landi á fyrstu árum svæfinganna, „og mundi nú ekki þykja fyrirferðarmikil læknaskrá". Þeir voru aðeins 11 og af þeim voru 2 embættislausir og sinntu lítt lækningum, og af embættislæknunum voru 3 danskir og lítið notaðir, meðal annars af því, að málið var því til fyrirstöðu, er sjúklingur og læknir skildu sjaldnast hvor annan. Enginn þessara lækna hafði átt eða átti þess kost að kynnast svæfingum af eigin sjón eða raun, en höf. telur víst, að fregnir muni þeir hafa haft af þeim, þótt þeirra væri að engu getið í íslenzkum blöðum eða tímaritum, að minnsta kosti sumir þeirra, og með vissu landlæknir- inn, sem þá var Jón Thorstensen, því að hann hafði efalaust haldið erlend læknisfræðitímarit og líka skrifað nokkuð í sum þeirra. En hann var meiri fræðimaður en framkvæmda, „og“, segir höf., „væri ekki ólíkt honum, að hafa litið svo til svæfinganna, að þær gætu átt við á sjúkrahúsum erlendis . . . og þá í sambandi við handlæknis- aðgerðir, sem hér gætu ekki komið til greina“. Færir höf. að því Heilbrigt líf 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.