Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 78
var flestum mönnum sneyddari eðli raunsærra vísindamanna", þrátt
fyrir þá mörgu og miklu kosti, sem hann hafði annars til að bera.
Svæfingin tókst ágætlega og konunni varð ekkert meint við hana.
Barnið náðist lifandi, en konan dó tæpum 1% sólarhring eftir
aðgerðina úr lífhimnubólgu, er af henni leiddi. Var það sízt undr-
unarefni, því að sömu sögu er að segja um afdrif langflestra
þeirra kvenna erlendis, er sams konar aðgerð var framin á, frá
því fyrst fara sögur af og allt til þess er handlæknar tóku upp
ígerðarvarnir, en að því átti Joseph Lister (1827-1912) frumkvæði
2 árum síðar en hér var komið. En svæfingarnar, er allt að þessu
höfðu átt svo erfitt uppdráttar hér á landi, sem höf. hefur sýnt,
þrátt fyrir ágæta byrjun Jóns Finsens, fengu eftir þetta betri byr
en áður, og segir höf. að „þessa eftirminnilegu svæfingu mun óefað
mega telja upphaf þess, að svæfingar voru leiddar til fulls vegs á
Islandi". Ur þessu fara fleiri læknar hér smám saman að taka upp
svæfingar, þegar svo bar undir, þótt hægt muni hafa farið fyrstu
áratugina, enda handlækningar þá harla fátíðar hér í samanburði
við það, sem síðar varð.
Víða hefur verið farið fljótt yfir sögu í þessu yfirliti og ýmsu
sleppt, sem vert hefði verið að minnast á, ,en hér verður nú staðar
að nema.
Sigurjón Jónsson.
MANNELDISFRÆÐI HANDA HÚSMÆÐRA-
SKÓLUM, eftir Kristlnu Ólafsdóttur, lækni, 89
bls. Isafoldarprentsmiðja h.f. Rvík 1945.
Bók þessi er sniðin eftir þörfum húsmæðraskólanna, eins og nafnið
bendir til. En svo er til ætlazt, að húsmæðraefnin geti og stuðzt
við leiðbeiningar þessar síðar, þegar þær fara að fást við matseld
á heimilum sínum.
Fyrsti kaflinn, um efnafræði, er skýrt saminn, en miklu efni er
þar þjappað saman á fáar síður. Er 'hætt við, að nemunum þyki hann
strembinn. En svo vill ætíð vera um byrjunaratriði efnafræðinnar.
Mundi það ekki gera kennslubækur aðgengilegri byrjendum að
semja þær ekki eftir köldum rökfræðilegum reglum, til þess að
gera þær auðveldari viðfangs fákunnandi nemendum? Mér dettur
í hug, hvort ekki mætti t. d. hafa kaflann um meltinguna fyrstan.
Kannski er þetta óráð. Kennarinn útskýrir vitanlega efnið, en erfitt
76
Heilbrigt líf