Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 82

Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 82
Larissa í Þessalíu. Hann var uppi á blómöld Grikkja, samtímamaður hins ódauðlega leikritaskálds Aristofanesar, sem er mesti háðfugl veraldarinnar, en litlu yngri en stjórnmálaskörungurinn Perikles og myndhöggvarinn Fidias. Það er einkennilegt, þegar smáþjóð tekur svona skorpu í að geta af sér heilan hóp mikilmenna, og verður manni þá líka að hugsa til þeirra afreksmanna, er uppi voru á ritöld Islands. Fyrir daga Hippokratesar var læknislistin einna fullkomnust með Egyptum og austur í Babylon, og hafa grískar lækningar væntanlega orðið fyrir áhrifum úr þeirri átt. Annars þróaðist læknislistin á sjálfstæðan hátt með Grikkjum, og fram úr kunnáttu Hippókratesar og lærisveina hans komust menn ekki fyrr en mörgum öldum síðar. Hippokrates lét eftir sig mörg rit um lækningar, en reyndar munu sum þeirra samin af þeim læknum, er voru undir handarjaðri hans. Sem dæmi má nefna ritgerðir um mataræði, farsóttir og handlækningar. Þar er m. a. lýst aðgerðum við beinbrot, liðhlaup og áverka á höfðinu. Á þeim dögum vissu læknar einna mest um beinagrind og liðamót. En þekkingin um innvortis líffæri var mjög í molum, því að trúarbrögðin, bæði í heiðnum dómi og kristnum, hafa löngum lagzt á móti líkskurði. Það var litið svo á, að heilsa mannsins væri komin undir jafnvægi milli líkamsvessanna, sem töldust fjórir: blóðið, slímið, gula og svarta gallið. Kæmist röskun eða ringulreið á vökvablönduna, fengu menn hitasótt og sjúkleika með ýmislegum einkennum. Þetta gat svo batnað, sérstaklega við snögg sótthvörf (krise) og mátti þá þakka því, að sviti og þvag losuðu sjúklinginn við eitruðu efnin. I fornöld stóðu læknarnir vitanlega illa að vígi, um athugun á innvortis kvillum. Þá voru ekki tiltæk þau áhöld, skyggningar, eða önnur tækni, sem nútíma læknar eiga völ á, enda allt ókunnugt um raunverulegar orsakir sjúkdóma, annarra en slysa eða sumra fæðingarerfiðleika. En fornaldarlæknarnir voru snillingar á öðru sviði og stöndum vér þeim þar ekki framar, nema síður sé. Er þá átt við klíniska skoðun á sjúkum manni, sem sé athugun þá, er læknirinn getur gert við sjúkrabeðinn, án sérstakra tilfæringa. Enn kenna læknar sérstakan andlitssvip langt leiddra sjúklinga, t. d. vegna garnaflækju eða lífhimnubólgu, við nafn Hippokratesar (facies hippocratica). Eins er það líka kennt við nafn hans, þegar læknar heyra gutla í brjóstinu við snöggva hreyfingu á sjúklingnum (succussio Hippocratis). Það á sér stað, þegar samtímis er loft og 80 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.