Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 89
Dánarorsakir flokkast þannig:
Ellihrumleiki................... 181
Krabbamein...................... 181
Hjartasjúkdómar ................ 144
Slys............................ 130
Heilablóðfall .................. 112
Berklaveiki .................... 104
Lungnabólga .................... 99
Kíkhósti......................... 48
Ungbarnasjúkdómar ............... 46
Nýrnabólga ...................... 19
Önnur og óþekkt dauðamein...... 229
Ellidauðinn nam 1,5%C, en 1,2%0 tíu árum áður — 1933.
Krabbameinadauðinn 1,5%C, en 1,2%C árið ’33. Berkladauð-
inn reyndist 0,8%c, en 1,5%0 árið 1933. Það er augljóst, að
berklarnir eru farnir að láta sér segjast.
Með „Önnur og óþekkt dauðamein“ teljast m. a. far-
sóttir, og er lungnabólga þar efst á blaði; úr henni létust
99. Þá kíkhóstinn, sem um var getið. Krabbamein var
langalgengast í maga (og lifur), en þá í brjósti og getnaðar-
færum kvenna. Úr botnlangabólgu dóu 14. Úr sjúkdómum,
er stafa af barnsþykkt eða barnsburði, dóu alls 8 konur.
Sú var tíðin, að dánartala af þeim sökum var miklu hærri,
þegar barnsfararsóttin lét til sín taka. Flest ungbörnin
dóu af meðfæddu fjörleysi eða voru vanþroska vegna
fæðingar fyrir tíma. Dauðaslysin voru m. a. sjálfsmorð
13, mannsmorð (m. skotvopni) 2, ökuslys 20, drukknun
68, hrap og lestur 14. Ókunn dauðamein voru aðeins 20
og verða því dánarorsakir landsmanna að teljast vel upp-
lýstar.
Ýmsum héraðslæknum verður tíðrætt um mannfækkun
í sveitum. Á síðast liðnum 4 árum (fyrir árið ’42) hafði
Heilbrigt líf
87