Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 92
frá félagslegu sjónarmiði, þó að öðru sé sleppt, því að
margur maðurinn fatlast frá verki af þeim sökum, og
viðnám manna mjög misjafnt gagnvart þeim kvilla.
Barnaveiki skýtur upp kollinum í 4 læknishéruðum og
er einkum lýst í Hesteyrarhéraði. Landlæknir þakkar bólu-
setningum, að ekki varð úr verulegur faraldur.
Blóðsótt (dysenteria). Smáfaraldrar stungu sér niður.
f Keflavík er talið, að veikin standi í sambandi við mjólkur-
neyzlu, „en þrifum og aðbúnaði við mjólkursölu er að
mínu áliti mjög ábótavant í héraðinu“.
Barnsfararsótt. Taldar eru fram aðeins 14 konur.
Héraðslæknirinn í Reykjavík telur vafasamt, að öll væg
tilfelli séu talin fram og er það trúlegt. Læknar notuðu
mjög súlfalyf. 3 konur dóu.
Taugaveiki er getið í 5 héruðum, en enginn dó. Veikin
er talin stafa frá óþekktum smitberum. Vitað er um smit-
bera í Ögurhéraði, en sá sem var í Vestmannaeyjum er
dáinn og hefur veikinnar ekki orðið vart þar síðan.
Inflúenza gerði lítið vart við sig, og er það að vonum,
því að veikin gerir aðallega vart við sig stöku árin, hvernig
sem á því stendur.
Skráðir voru 5034 sjúklingar, sem fengu hettusótt, og
er það mesti faraldur, sem gengið hefur yfir af þeim
kvilla. I sumum héruðum var sóttin viðloða allt árið.
Fylgikvillar sem venjulega. Veikin átti til að hlaupa niður,
einkum í piltum um tvítugs aldur, valda eistnabólgu og
jafnvel skemmd á því viðkvæma líffæri. Á nokkrum gróf
í vangakirtli (glandula parotis).
Lungnabólga. Þetta er hið mesta kveflungnabólgu-
ár (pneumonia catarrhalis), sem skráð hefur verið.
Sjúklingafjöldinn áratuginn 1933-’42 er á þessa leið:
Ár: ’33 ’34 ’35 ’36 ’37 ’38 ’39 ’40 ’41 ’42
Sjúkl.: 461 530 905 548 670 417 686 377 1186 1427
90 Heilbrigt líf