Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 96
sárum verk undir síðubarði, sem lagði flesta rúmfasta.
Hiti enginn. Gekk aðallega á Vestfjörðum.
Munnangur. 106 sjúkl. Talinn lítill áramunur að þessum
kvilla, sem að öllum jafnaði er meinlaus. Þó er getið hálf-
fimmtugs sveitabónda í Eyjafirði, sem fékk svo hatramt
munnangur, að hann var fluttur í sjúkrahús.
Hlaupabóla. Gekk með meira móti, 337 sjúkl. Veikin
varð allþung á mörgum.
Auk farsótta þeirra, sem taldar eru (ýmsum er hér
sleppt), gengu einstaka, bráðar, óvenjulegar sóttir, sem
gripu fáa. Má helzt nefna næma 1 i f r a r b ó 1 g u , er
kom upp í Öxarfjarðarhéraði og reyndist einatt banvæn.
Óljóst er, hvers eðlis þessi sjúkdómur muni hafa verið, —
„Páfagaukaveiki", með skæðri lungnabólgu, hefur
ekki orðið vart í Vestmannaeyjum síðan eyjaskeggjar
hættu að veiða fýlunga. En þær konur tóku sjúkdóminn,
sem reyttu og meðhöndluðu þá fugla.
Aðrir næmir sjúkdómar.
Kynsjúkdómar. Yfirlit yfir kynsjúkdóma áratuginn
1933-’42 er á þessa leið:
Ár: ’33 ’34 ’35 ’3G ’37 ’38 ’39 ’40 ’41 '42
Lekandi: 482 576 665 632 597 648 492 402 324 246
Syfilis: 37 30 35 16 8 6 14 67 83 142
Eins og tölurnar bera með sér, fer lekandasjúklingum
fækkandi og má eingöngu þakka það hinum mikilvirku
súlfalyfjum, sem lækna sjúklingana fljótt og rækilega.
Þeir, sem stöku sinnum láta út úr sér það hreystiyrði að
þeir „trúi ekki á meðul“, verða að fara að breyta skoðun.
í rækilegri skýrslu Hannesar Guðmundssonar, húðsjúk-
dómalæknis, er greint frá 194 sjúklingum með lekanda,
94
Heilbrigt líf