Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 102
þvottur að loknu verki, hreinsun handa með benzíni varna
ígerðum".
Ivvillar skólabarna.
Vantar því miður skýrslur úr Reykhóla-, Reykjarfj.-,
Hróarstungu-, Fljótsdals- og Hornafj.-héruðum. Skýrsl-
urnar ná til 13152 barna og er það svipuð tala sem árið
áður. Sú gráa hjakkar í svipuðu fari og heldur velli. Lús
eða nit fannst sem sé í 1698 börnum eða 12,9%. (Árið
áður 14,0%). Kláði gerði vart við sig í 13 héruðum. Lúsin
er mismikil á ýmsum stöðum. I Isafjarðarskóla var rúm-
lega þriðjungur barnanna lúsugur, en annað hvert barn í
Hnífsdal. Arnardalsskólinn setur þó met á þeim slóðum,
því að þar voru 78,9% af börnunum lúsug eða með nit.
Það er bágt ástand. f Borgarfirði, þai' sem annars er talið
einkar myndarlegt sveitafólk, fann héraðslæknirinn lús á
7 kennslustöðum af 14. En á næstu grösum telur Borgar-
nes-læknirinn óþrifakvilla óvenju fátíða. Læknum ber
saman um, að sömu börnin séu með óværuna ár eftir ár.
Þetta gefur vonir um, að greiðlega mundi ganga að vinna
á lúsinni, þegar að því kemur, að hið opinbera tekur sig
til og aðstoðar húsmæðurnar til þess að hreinsa heimilin
af þessum ófögnuði. Hvenær kemst heilsuverndin svo
langt? — Þess má geta, að í einstaka héraði (Blönduós-,
Höfðahverfis- og Rangár-) er framför í þessu efni. —
Annars er kvef, tannskemmdir og sjóngallar einna algeng-
ustu sjúkdómar. Bólga í hálseitlum, sem sumir héraðs-
læknarnir finna í börnunum, orsakast væntanlega af lús-
inni. Börnin klóra sig og fá þar með rispur í hársvörðinn.
Vegna sýklagróðurs í þeim, berst með sogæðum erting og
þroti í næstu eitla, sem þá bólgna upp.
Aðsókn að læknum og sjúkrahúsum.
Sjúklingaf jöldinn er til uppjafnaðar rúm 90% af héraðs-
búum, en 3,2 legudagar í sjúkrahúsi koma á hvern landsbúa.
100
Heilbrigt líf