Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 104
ástæðum — fékk lost (shock), er loftvarnamerki var gefið.
„Hún var þá stödd inni í vanhúsi. Hafði hún fætt, þegar
að var komið, og lá andvana uppi við vegg“, segir héraðs-
læknirinn í Rvík. Barnið var ófullburða og líflítið og dó
skömmu síðar.
Úr Ögurhéraði: Læknirinn sóttur til þess að taka fylgju,
sem gekk greiðlega. En báturinn kostaði kr. 500.00! (Ekki
er þess getið, hvaða brot úr slíkri tölu lækninum áskotn-
aðist fyrir sitt verk). Nokkrir læknar geta þess, að konur
hafði beðið um að losa sig við fóstur. Líka er minnzt á,
að ýmsar mæður takmarki barneignir eftir getu, m. a.
vegna vinnukonueklu. f Vestmannaeyjum eru konur út
af þeim vandræðum teknar að ala börn sín í sjúkrahúsinu
og tekur héraðslæknirinn það fram, að full nauðsyn sé
fæðingarheimilis. — í Grímsneshéraði var læknirinn eitt
sinn sóttur til fæðingarhjálpar. Hann fann þó enga barns-
þykkt og tókst að sannfæra konuna um, að ekki væri
fæðingar að vænta í það sinn. — Úr Öxarfirði: Læknirinn
telur margt óeðlilegt um barnsfjölgun og setur það í sam-
band við hernaðarástandið (’42-’43). Landlæknir tilfærir
m. a. þessi orð læknisins: „Mér er nær að halda, að
„sexuality“ kvenna hafi vaxið við sögur, er berast um
taumlausan hundalifnað í Reykjavík, og óprúttni beggja
kynja hafi vaxið . . . Trylling í kynferðismálum á vafalítið
rót sína í styrjöldinni og hinu hraklega ástandi, einkum
í Reykjavík, er orðið hefur við dvöl erlends setuliðs. Það
er hrútakofalykt og ærhúsailmur, enda fengitíð“.
Slysfarir.
Af slysförum fórust 117 menn (195 árinu áður).
Drukknanir voru færri en 1941, en mjög kvað að öku-
slysum. Héraðslæknirinn í Reykjavík telur orsökina hina
stórauknu umferð vegna erlenda setuliðsins. Læknirinn
segir handlæknisdeild Landspítalans einkum hafa sinnt
102
Heilbrigt líf