Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 105
aðgerðum á slösuðu fólki í höfuðstaðnum. Talsvert á 2.
þúsuncl voru fluttir þangað, en flestir látnir fara heim til
sín, er gert hafði verið að meiðslum þeirra; nokkuð á 2.
hundrað voru þó lagðir inn í Landspítalann. — Þeim, sem
þetta ritar, er kunnugt um, að það er mikill ábætir á
starfslið handlæknisdeildarinnar, að þangað skuli vera
fluttur hávaðinn af öilu slösuðu fólki, jafnt á nóttu, sem
degi, og mun það m. a. koma til af því, að þar í sjúkra-
húsinu er sífelldur læknisvörður allan sólarhringinn.
Virðist sanngjarnt, að „slysavaktin“ skiptist milli sjúkra-
húsa bæjarins.
1 Rvík voru 2 menn, 12 ára drengur og 35 ára gamall
karlmaður skotnir til bana af varðmönnum hins erlenda
setuliðs. Ýmsir aðrir misstu h'fið eða slösuðust af hernaðar-
ástæðum. Með togaranum „Jóni Ólafssyni“ fórust 13 menn.
Árás úr herflugvél var gerð á togarann „Vörð“ á Hala-
miðum, og lézt einn háseti af skotsári. I loftárás á Seyðis-
fjörð meiddust 4 drengir og missti einn þeirra fótinn um
mitt læri. Enn voru meiðsli af ýmsu tagi, t. d. segir frá
því, að í Borgarnesi kjálkabrotnaði maður við löðrung,
„er amerískur setuliðsmaður rétti að íslenzkum viðskipta-
vini“, þó að slíkt atvik geti að vísu vart talizt til hernaðar-
slysa. Annars eru tilefni til slysa svo margvísleg, að ekki
verður upp talið. Fólk slasast af bruna eða byltum, t. d.
af hestbaki; meiðist í umferð á vegum úti eða í vélum,
bæði á sjó og landi. Umferðaslysin koma oftast til af of
hröðum og ógætilegum akstri og af ölvun; eða þá að
hemlar bifreiðanna eru í ólagi. En stundum verður engum
um kennt.
í skýrslu landlæknis eru beinbrot og liðhlaup
flokkuð fyrir sig. Þau eru samtals 595. Þessi tala segir
frá mikilli þjáningu og örkumlum og jafnvel dauða. En
vitanlega eru slysin mjög misjafnlega alvarleg. Hauskúpan
brotnaði í 32 skipti og eru þau brot einatt dauðaslys,
Heilbrigt líf
103