Heilbrigt líf - 01.06.1947, Page 106
einkum þegar botn kúpunnar brotnar eða yfirleitt þegar
heilabúið skaddast. — Annað slys er hryggbrot, sem einatt
hefur alvaiiegar afleiðingar í för með sér. Því miður er
hætt við, að ósjaldan sjáist yfir slys af þessu tagi, og má
marka það af því, að í skýrslunum eru aðeins talin fram
hryggbrot á 18 mönnum, þar af 17 í Landspítalanum, en
1 á Akureyri. Má geta nærri, að víðar hefur brotnað bak
við ýmislega áverka en á nefndum stöðum. En þannig
liggur í málinu, að sumir slasaðir menn, sem eru harðir
af sér, geta pínt sig á fótum, þótt hryggbrotnir séu og
kemur því ekki brot í hug. Og svo er annað: Við geisla-
skoðun á þessum áverka þarf mikla aðgæzlu, gaumgæfi-
lega athugun á filmunum og öflug röntgentæki, sem ekki
eru á hverju strái. En hætt er við, að bakið nái sér ekki
til fulls nema sjúklingurinn komist undir læknishönd
kunnáttumanns. — Annars eru oftast brotin þessi bein,
talin eftir .röð: rif, framhandleggur (við úlfliðinn), upp-
handleggur, viðbein, fótleggur, öklar, fingur og nef -— hið
síðasta oft í ölæði eða áflogum. Liðhlaup eru langalgengust
í axlarlið, fingrum og olnbogalið.
Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir, heyrnarlausir,
blindir og deyfilyfjaneytendur.
Skýrslum um þennan flokk virðist æði áfátt. — Héraðs-
læknarnir kvarta undan því, hve erfitt sé að fá vistarveru
á Kleppi fyrir geðveika menn, vegna plássleysis. Á Isafirði
er geðveikradeild í Elliheimilinu.
Alls eru taldir fram 172 fávitar á öllu landinu, en við
þessa tölu er það að athuga, að skýrslur vantar úr Reykj a-
vík. Annars eru þeir taldir flestir í Grímsneshéraði, þar
sem er fávitahæli, Akureyrar-, Blönduós- og Hornafjarðar-
héruðum.
. Einkennilegt er, hve margir blindir menn eru á Norður-
landi. í Blönduóshéraði eru þeir t. d. 24 (2078 íbúar), en
104
Heilbrigt líf