Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 111
munu víst fáir neytendur saka landlækni um, að hann taki
of djúpt í árinni í þessari vægu áminningu til fulltrúa
bændanna, sem bera ábyrgð á mjólk til neytendanna.
TJr Borgarfirði segir héraðslæknirinn: „Fjósum og
þrifnaði við mjaltir mun víða vera allmjög ábótavant“.
Hins vegar er látið vel af umgengni í Mjólkursamlaginu
í Borgarnesi; sömuleiðis á Sauðárkróki. Furðulegt má
heita, að ekki skuli vera minnzt einu orði á subbuskapinn
í mjólkurbúðunum í Reykjavík, þar sem mjólkin stendur
í opnum stömpum og er ausið upp með striffum í alls
konar ílát. Því er ekki heilbrigðisnefnd bæjarins búin að
banna það sleifarlag fyrir löngu?
Áfengi, kaffi, tóbak.
Skýrslurnar bera vitni um áhrifaleysi bindindisstarf-
seminnar í landinu. Háttsemi almennings, sem neytir
áfengis á opinberum stöðum, er bágborin, ekki síður til
sveita en í kaupstöðum. Borgarfjarðarlæknirinn segir, að
heita megi „allsherjarfyllirí" í Þverárrétt á hverju hausti.
Úr Stykkishólmi: „Varla eru haldnir svo dansleikir eða
útiskemmtanir að sumrinu, að eigi sé kvartað um, að
ölvaðir menn hafi verið þar með drykkjulæti eða óspektir.
Hefur af þessu leitt, að lögregluvörður er hér við hverja
skemmtun í vetur“. Úr Vestmannaeyjum: „Áberandi
drykkjuskapur á flestum skemmtunum“. Keflavík: „Dans-
leikir illræmdir og plássunum til skammar, enda venju-
lega með slagsmálum og meiðingum og læknir iðulega
vakinn tvsivar til þrisvar sinnum á nóttu til að gera að
sárum slasaðra“. Það má vorkenna íslenzkum almenningi
þetta ástand. — Heimabruggs er getið í nokkrum héruðum.
I Bíldudalshéraði hefur „landinn“ hlotið nafnið „sneypa“
og þykir lækninum það sannnefni. Úr einu héraði —
Ólafsfirði — þykir skemmtanalífið sómasamlegt.
Heilbrigt líf
109