Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 115
í ýmsum tilfellum leiddi krufningin í ljós óvænta
dánarorsök.
Húsdýrasjúkdómar.
Síðulæknirinn getur farsóttar í nautgripum: Kýr kvef-
uðust, hættu að éta, fengu niðurgang og þurrgeltust. Voru
læknaðar með natróni og náðu sér á fáum dögum. Veikin
tíndi upp alla gripi í fjósunum, þar sem hún kom upp. —
Vopnafjarðarlæknirinn getur þess, að hundapest hafi
læknazt með súlfalyfjum.
Erlenda setuliðið.
Ófögur er lýsing héraðslæknisins í Hafnarfirði á sam-
búðinni við hernámsmenn: „. . . Hér úði og grúði af alls-
konar knæpum. Virtust þær eingöngu sóttar af setuliðs-
mönnum og íslenzkum „dömum“... Ein knæpan var þó allra
verst. Hún heitir . . . og er af Hótel . .. ættinni í Reykja-
vík. Þar er dansað og drukkið á hverju kvöldi, en aðgangur
aðeins leyfður hermönnum og íslenzkum ,,dömum“. Virtist
vera nóg af þeim þar, fullum og hálffullum. . . . Síðar var
mér sagt, að setuliðsmennirnir kölluðu hinn umrædda
veitingastað sama nafni og illræmdustu alþjóða mellu-
knæpu í Kína!“
Menn mega nú ekki halda, að „ástandið" sé neitt sér-
staklega íslenzkt fyrirbrigði. Það er þekkt að fornu fari,
að svona fer, þar sem mannmargt og ekki sízt útlent
setulið hefst við, enda eru spurnir af því annars staðar
að síðustu styrjaldarárin, og vitanlega eru íslenzkar
stúlkur ekki öðrum breyskari í þessu efni. Það má telja
lán í óláni, að herlæknarnir vöktu svo vel yfir heilsufari
liðsins, að ekki hlauzt af stórtjón á heilsu kvenfólksins.
En hérlendum læknum ber saman um, að smitun af kyn-
sjúkdómum verði ekki rakin til herliðsins. Yfirleitt tekur
heilsufar herjanna í síðustu heimsstyrjöld langsamlega
Heilbrigt líf — 8
113