Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 116
fram því, sem áður hefur þekkzt, vegna hinna stórstígu
vísindalegu framfara, sem orðið hafa í læknisfræðinni á
síðustu áratugum.
Vitanlega er ofdrykkja og margs konar önnur spilling
í kjölfari setuliðs, þó að kynsjúkdómunum sé sleppt, og
mundi víst orðið bágt hér í mörgum fjölskyldum, ef
ófriðurinn hefði dregizt enn meir á langinn.
Framfarir til almenningsþarfa.
Hér að framan hefur nú verið lýst svo margs konar
krankleika og kröm og ýmsu, sem miður fer í þjóðfélagi
voru, að það er hressandi og gleðjandi að kynna sér
þennan kafla um verklegar framfarir í þágu almennings.
Hann ber það með sér, að á því sviði sýnir þjóðin mann-
dóm og áræði til framkvæmda, sem óbeinlínis eða beint
varða heilsufar landsmanna.
Skipaskagahérað: Mikið graslendi, svo nefnt Garða-
land, við kaupstaðinn hefur verið ræst fram með skurð-
gröfu, gerður vel 2 km. langur skurður, en um 70 leigjendur
hafa tekið þar land á leigu. — Borgarneshér.: Vatnsveitan
yfir fjörðinn, úr Seleyrargili í Hafnarfjalli, var tekin til
notkunar og færir nú Borgnesingum gott neyzluvatn.
Merkilegt og myndarlegt fyrirtæki. Það munu ekki neðan-
sjávarvatnsveitur í öðrum læknishéruðum. En helzt það
þá í hendur, að skolpveita sé lögð um kauptúnið ? Merkileg
vatnsveita af öðru tagi var gerð í Ólafsfirði, sem sé
h i t a v e i t a . Heitum lindum á Garðsdal var veitt saman
og gerð pípulögn til kauptúnsins. Slík fyrirtæki eiga von-
andi eftir að gera fólki lífið notalegra víðar hér á landi.
Hafnarbætur gerðar í Stykkishólms- (Grundarf.),
Bíldudals- og Ólafsfj.héruðum. Á Kirkjubæjarklaustri var
reist stórt hús til frystingar á 8 þús. dilkaskrokkum. Hún
er eftirtektarverð athugasemd héraðslæknisins í því til-
efni: ,,Er þar með tryggt, að ekki hljótist stórtjón af, þó
114
Heilbrigt líf