Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 3
Nr. 3
TIMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
10. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK * MAl -JÚNf 1951
Ekki er vitað, að Klondikebúar hafi stofnað sinn
,,Stef“-félagsskap, en meðal amerískra vís-
intlamanna gengur Villijálmur Stefáns-
son undir gælunafninu —
„KLONDIKE STEF‘\
Grein úr „The New Yorker“,
eftir Robert Lewis Taylor.
Ó AÐ Vilhjálmur Stefánsson
hafi hvorki stigið fæti sínum
á norður- né suðurpólinn, hafi
aldrei gefið nýjum löndum nöfn,
aldrei siglt undir heimskautsísn-
um í kafbát og aldrei lagt sér til
munns neinn félaga sinna, er
hann af mörgum vísindamönn-
um tahnn mestur allra núlifandi
heimskautakönnuða. í þr játíu og
sjö ár hefur hann barizt gegn
þeirri almennu trú, að norður-
heimskautslöndin sé lítt eða ekki
byggileg vegna íss og kulda. Á
heimskautsferðum sínum — frá
1904—18 — geystist hann um
norðurheimskautslöndin eins og
hríðarbylur og afmáði af heita
mátti öll spor fyrri heimskauta-
fara. Hann hefur nú einn um
Ýmsar bækur Vilhjálms Stefáns-
sonar hafa komið út á íslenzku, t. d.
Ferðabækurnar: „Veiðimenn á hjara
heims", „Meðal Eskimóa" og „Heim-
skautslöndin unaðslegu"; svo og
„Ultima Thule" og „í norðurveg".
sextugt og býr í þorpinu Green-
wich í New Yorkríki, þar sem
hann hefur lengst af átt heima
síðan hann hætti heimskauts-
ferðum sínum. Hann er hár og
þrekinn, með mikið, hvelft
brjóst, mikið grátt hár og ör-
lítið skásett, pírð augu, eins og
hann sé að rýna gegnum nátt-
myrkur vetrarnæturinnar. Hann
er mikill starfsmaður, skrifar