Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 26
24
tTRVAL
um, og þannig hægt að losna
við hinar tafsömu og óvinsælu
irmspýtingar.
Alls munu nú í þessum flokki
lyfja vera fundnar um 10 teg-
undir, en mörg þeirra eru enn
á tilraunastigi. Meðal annars er
farið að vinna slík lyf úr gerl-
um eins og stuttstaf, sem lifir
í munni manns, og er þar, und-
ir venjulegum kringumstæðum
útvörður gegn innrás aðvífandi
sóttarsýkla, og er meðal ann-
ars hinn skæðasti óvinur tann-
skemmdasýkilsins.
Sjálfsagt eiga mörg slik efni
enn eftir að finnast, því að leit
þessi er raunar aðeins nýbyrjuð.
Eins og áður er áminnzt, eru
menn hér að byrja að taka lær-
dóm af náttúrunni sjálfri, af or-
ustunni milli hjálpsamra og
skaðlegra sýkla og gerla, sem
háð er án afláts, og falla millj-
ónir í vaiinn á mínútu hverri.
Hér eru ekki notuð svo
klunnaleg vopn, sem sverð, byss-
ur eða sprengjur, heldur hinar
hugvitsamlegustu eiturtegundir,
og ræður hver sýkill eða gerill
yfir sínu sérstaka eitri, sem oft
er svo margbrotið að samsetn-
ingu, að erfitt er að henda reið-
ur á því.
En braut sú sem hér er komið
inn á, er hættuleg og þarfnast
fullrar varúðar við. Hér er grip-
ið inn í gang náttúrunnar. Hér
er komið inn að kjarna í jafn-
vægishringrás í undirstöðu alls
lífs á jörðu.
Þetta er hliðstætt kjarnorku-
vísindunum á sviði efnis og orku.
Þetta er einnig að nokkru leyti
hliðstætt baráttunni við skor-
dýrin með hinu sterka skordýra-
eitri, D.D.T. Menn báru nokk-
urn kvíðboga fyrir, að sú gegnd-
arlausa útrýming skordýra, sem
efni þetta gerði mögulega, myndi
raska jafnvæginu í skordýra-
heiminum, en sem betur fer hef-
ur þó ekkert slíkt komið fram
enn.
Allt má þetta verða til bless-
unar, ef rétt er á málum
haldið.
Við notkun hinna sýklaskæðu
lyfja er hættan sú, að ýmsum
nauðsynlegum gerlum verði út-
rýmt um leið og þeim skaðlegu.
T. d. hefur það sýnt sig við
notkun chloramphenicols, að
þarflegir gerlar í munni og
þörmum hverfa um sinn, en það
verður til þess, í munni, að
sveppur einn sem veldur munn-
angri ef til staðar er getur fengið.
yfirhöndina og valdið víðtækiun
sárum í munnholdi; og í þörm-