Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
núna. Manni geta hrotið af
tungu orð, sem maður iðrast
alla ævi síðar. Fáið yður sæti.
Hvað hefur skeð?“
„Rukavoff!!! Mig stórfurðar
á yður!“
„Hví þá það? Það er einmitt
ég, sem er undrandi. Viljið þér
te?“
„Rukavoff! Gáið að yður!“
Rukavoff brosti.
„Þá það. En segið mér —
hversvegna? Þá fer ég kannski
að gá að mér.“
Sakljatjin hallaði undir flatt,
tók báðum höndum um stólbak-
ið og sagði skýrt og hátt:
„Ég hef orðið þess áskynja,
að þér séuð í þingum við konuna
mína, Nadjesda Petrovna."
„Sumar lygar eru hlægilegar,
aðrar hræðilegar og enn aðrar
heimskulegar. Það sem þér
sögðuð, Sakljatjin, var lygi af
þriðju tegundinni.“
Rukavoff sneri sér aftur að
teglasinu sínu og meðan hann
hrærði út sykurinn horfði hann
á andlit Sakljatjins, sem var fölt
og afmyndað af reiði.
„Það er ekki lygi! Eftir að
ég var farinn til Moskvu sáu
menn yður koma út frá konunni
minni klukkan átta um morg-
un.“
„Og er þetta allt og sumt?“
spurði Rukavoff höstugur. „Að
þér skuluð ekki skammast yðar!
Mér er ljúft að skýra fyrir yð-
ur hvernig þessu var háttað:
það var alveg rétt, að ég kom
klukkan átta um morgun út úr
húsi yðar, en ég kom þangað
stundarf jórðungi áður. Ég hafði
gleymt stafnum mínum þar
kvöldið áður og fór því til • að
sækja hann. Ég er viss um, að
að Nadjesda Petrovna svaf um
þetta leyti svefni hinna sak-
lausu.“
„Vitið þér,“ hvæsti Sakljatjin
æstur, „að í borðskúffunni henn-
ar fann ég bréfmiða frá yður, að
vísu ekki beinlínis sakfellandi,
en þér þúuðuð þó konuna
mína.“
Rukavoff yppti öxlum.
„Hvað er saknæmt við það?
Sannleikurinn er sá, að mér
varð einusinni á í galsa að þúa
hana og síðan hef ég alltaf strítt
henni á því. Ég hafði gaman
af að erta hana til reiði.“
„Rukavoff,“ sagði Sakljatjin
lágt og leit niður. „Konan mín
játaði í dag fyrir mér, að þér
væruð elskhugi hennar.“
Rukavoff lyfti annarri augna-
brúninni.
„Getið þér lagt eið út á það?“