Úrval - 01.06.1951, Side 16

Úrval - 01.06.1951, Side 16
14 ÚRVAL núna. Manni geta hrotið af tungu orð, sem maður iðrast alla ævi síðar. Fáið yður sæti. Hvað hefur skeð?“ „Rukavoff!!! Mig stórfurðar á yður!“ „Hví þá það? Það er einmitt ég, sem er undrandi. Viljið þér te?“ „Rukavoff! Gáið að yður!“ Rukavoff brosti. „Þá það. En segið mér — hversvegna? Þá fer ég kannski að gá að mér.“ Sakljatjin hallaði undir flatt, tók báðum höndum um stólbak- ið og sagði skýrt og hátt: „Ég hef orðið þess áskynja, að þér séuð í þingum við konuna mína, Nadjesda Petrovna." „Sumar lygar eru hlægilegar, aðrar hræðilegar og enn aðrar heimskulegar. Það sem þér sögðuð, Sakljatjin, var lygi af þriðju tegundinni.“ Rukavoff sneri sér aftur að teglasinu sínu og meðan hann hrærði út sykurinn horfði hann á andlit Sakljatjins, sem var fölt og afmyndað af reiði. „Það er ekki lygi! Eftir að ég var farinn til Moskvu sáu menn yður koma út frá konunni minni klukkan átta um morg- un.“ „Og er þetta allt og sumt?“ spurði Rukavoff höstugur. „Að þér skuluð ekki skammast yðar! Mér er ljúft að skýra fyrir yð- ur hvernig þessu var háttað: það var alveg rétt, að ég kom klukkan átta um morgun út úr húsi yðar, en ég kom þangað stundarf jórðungi áður. Ég hafði gleymt stafnum mínum þar kvöldið áður og fór því til • að sækja hann. Ég er viss um, að að Nadjesda Petrovna svaf um þetta leyti svefni hinna sak- lausu.“ „Vitið þér,“ hvæsti Sakljatjin æstur, „að í borðskúffunni henn- ar fann ég bréfmiða frá yður, að vísu ekki beinlínis sakfellandi, en þér þúuðuð þó konuna mína.“ Rukavoff yppti öxlum. „Hvað er saknæmt við það? Sannleikurinn er sá, að mér varð einusinni á í galsa að þúa hana og síðan hef ég alltaf strítt henni á því. Ég hafði gaman af að erta hana til reiði.“ „Rukavoff,“ sagði Sakljatjin lágt og leit niður. „Konan mín játaði í dag fyrir mér, að þér væruð elskhugi hennar.“ Rukavoff lyfti annarri augna- brúninni. „Getið þér lagt eið út á það?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.