Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL
fyrir það?“ Andlit hans var fölt
og grettið. „Ég skal borga þér
tuttugu franka . . . hundrað
franka . . . fimm hundruð
franka . . .“
Þjónninn kom með flösku og
hellti grænum, þykkum vökva í
tómt glasið.
„Héma. Og í guðs bænum
látið mig svo í friði. Meira fá-
ið þér ekki, herra Toulouse . .
Henri saup áfergjulega á
glasinu og drykkurinn sveif
samstundis á hann. Gólfið gekk
í bylgjum. Borðið tók að dansa
fyrir augum hans og hann
hevrði annarleg hljóð.
En eftir dálitla stund var
allt orðið eðlilegt aftur. Borð-
ið stóð kyrrt og gólfið var hætt
að ganga í bylgjum. Henri setti
glasið gætilega á borðið. Allt
í einu fór hann að horfa gegn-
um regnvota gluggarúðuna, út
á ömurlegt strætið.
Veslings Viaud gamli! Hann
var sjálfsagt að leita að honum
og orðinn gegndrepa í rigning-
unni. Hann var ekki heppileg-
ur sem gæzlumaður drykkju-
manns. Vissi hann ekki, að
drykkjumenn voru lygarar og
svikarar, ef þeim bauð svo við
að horfa og þá langaði í áfengi ?
Jæja, Viaud myndi biðja
Patou að hjálpa sér og lög-
reglumaðurinn myndi koma
eftir nokkrar mínútur. Þeir
myndu troða honum inn í vagn
og aka honum heim. Viaud og
frú Loubet myndu gefa honum
kaffi og hátta hann ofan í rúm.
Á morgun myndi hann aftur
læðast út undir einhverju yfir-
skini og sama sagan myndi end-
urtaka sig einu sinni enn.
Og þannig dag eftir dag . . .
Hann lauk við að drekka úr
glasinu. Skyndilega fóru kvala-
viprur um andlit hans. Hann
rak upp óp og hnipraði sig sam-
an á stólnum eins og hann hefði
verið skotinn í kviðinn.
„Mamma!“ Orðið steig eins
og andvarp af vörum hans.
Hann hrópaði á móður sína
úr hyldýpi ótta síns og niður-
lægingar. Hann var að deyja
. . . Hann var eins viss um
það og maður, sem sér fyrstu
drepsóttarflekkina á höndum
sér. Þetta var ekki fyrsta
kvalakastið og það yrði ekki
það síðasta. Kvalaköstin yrðu æ
tíðari og sársaukinn óbærilegri.
Líkami hans var eyðilagður af
margra ára óreglu.
Það verður einkennileg breyt-
ing á manni, sem veit að hann
á skammt eftir ólifað. Hann sér
alla hluti í nýju ljósi. Það sem
virtist þýðingarmikið fyrir
stundu, hefur ekki lengur neina.
þýðingu. Og að hinu leytinu
verður sumt, sem maður veitti
ekki athygli áður, ákaflega
mikilsvert.
1 fyrsta lagi mátti hann ekkí
deyja á Montmartre. Hann mátti
ekki deyja í göturæsi, vínstofu
eða leiguvagni. Maður af Tou-
louse-Lautrecættinni gat ekki
dáið á Montmartre.
I öðru lagi varð hann að bæta