Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
Þjónninn rétti greifafrúnni sím-
skeyti: Skeytið var frá Maurice
til Henris og var á þá leið, að
ríkisstjórnin hefði keypt mál-
verk eftir hann handa Louvre-
safninu . . .
„Louvre?" sagði hann. ,,Seg-
ir hann Louvre?“
Allt í einu beygði hún sig yf-
ir hann, kyssti hann á vangann
og brast í grát. ,,Ó, ég vildi að
ég hefði skilið þetta fyrr . . . ég
er svo hamingjusöm þín vegna
. . svo hamingjusöm . . .“
„Ertu ekki stolt, mamma?
Louvre, það er jafnvel meiri
sigur en að fá að sýna á Salon-
sýningunni, er það ekki? — Ó,
mamma, þetta bætir allt hitt
upp, finnst þér það ekki?
Louvre . . .“
Skyndilega varð rödd hans að
lágu hvísli. Varir hans héldu
áfram að bærast, en hann hafði
ekki lengur mátt til að tala.
Hún laut yfir hann og strauk
hendinni um hár hans eins og
hún hafði gert, þegar hún
svæfði hann sem barn.
„Farðu að sofa, mon petit.Cf
Tárin runnu niður kinnar
hennar, en þó brosti hún. Nei,
það var ekki bros, en hún var
hamingjusöm. Hann sá það. Og
stolt. Hann hafði ekki brugð-
izt henni. Nú gat hann hætt bar-
áttunni. Hún hélt ekki lengur
í hann . . .
„Farðu að sofa, Riri . . .“
Milt og angurvært andlit
hennar var þegar farið að fjar-
lægjast og verða ógreinilegt,
enda þótt dagsbirtan fyllti her-
bergið. I þetta skipti kom
myrkrið innan frá. Mamma . . .
mamma . . . vertu sæl,
mamma . . .
CS3 A- C\3
URVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gisli Ólafsson, Leifsgötu 16. Afgreiðsla Tjarnargötu 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 10.00
hvert hefti í lausasölu. Áskriftarverð 52 krónur árgangurinn, sem
greiðist fyrirfram. Áskrifendur i Reykjavik geta hringt í síma 1174
og beðið um að greiðslan verði sótt til sín. Utanáskrift tímarits-
ins er: Úrval, pósthólf 365, Reykjavík.
ÚTGEFANDI: STEINDÖRSPRENT H.F.