Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
lega niður í hið þrönga op krón-
unnar.
Vængirnir líkjast hreifa í
lögun, upp- og framhandleggir
eru stuttir, en fingurbeinin
löng og flugf jaðrirnar þéttar og
stífar. Vængjatökin eru oft um
50 á sekúndu, en geta orðið
fleiri. Með kvikmyndavélum,
sem taka 540 myndir á sekúndu,
hefur tekizt að fylgja hinum
margbreytilegu hreyfingum
vængjanna og hvernig þær
verka. Þegar kólibrífuglinn
flýgur beint áfram, getur hann
náð að minnsta kosti 100 km
hraða.
Bolfjaðrirnar eru stífar og
hreisturkenndar og veita mjög
litla loftmótstöðu. Hinir undur-
fögru, margbreytilegu litir
kólibrífuglanna koma fram við
endurkast og brot ljóssins frá
jrfirborði fjaðranna, sem er af
sérstakri gerð. Við breytt sjón-
arhorn koma fram nýir og nýir
litir og veldur þetta sífelldum
litaskiptum, þegar fuglinn er á
hreyfingu. Það eru að jafnaði
aðeins karlfuglarnir, sem eru
svona litskrúðugir, en kven-
fuglinn er óásjálegur. Auk þess
hafa karlfuglarnir oft á tíðum
fjaðradúska og sérkennilega
löguð stél til skrauts.
Kólibrífuglarnir eru þekktir
að ófriðsemi, bæði innbyrðis og
gagnvart öðrum fuglum. Hvötin
til að helga sér og verja ákveðið
svæði, sem algeng er hjá fugl-
um, er mjög rík hjá þeim. Mun
þetta vera í sambandi við að
aðalnæring þeirra hunangið, er
oftast af skornum skammti,
enda hirða þeir ,,blómagarð“
sinn af stakri nýtni og verja
hann af hugprýði gegn aðskota-
dýrum. Sjá má kólibrífugl vitja
blóma sinna af svo vökulli eft-
irtekt, röð eftir röð, að varla
kemur fyrir, að honum sjáist
yfir blóm.
Kólibrífuglinn lætur ekki af
einbýli sínu, jafnvel ekki um
fengitímann. Aðeins um sjálfan
eðlunartímann, rétt fyrir og
meðan á stendur varpinu, sýnir
karlfuglinn áhuga á kvenfugl-
inum; hann tekur aldrei, eða
næstum aldrei, þátt í hreiður-
byggingunni og fóstrun ung-
anna. Karlfuglarnir eru að jafn-
aði færri en kvenfuglarnir og
má því ætla að f jölkvæni sé al-
gengt. Annars er fátt vitað um
samlíf kynjanna. Það eru til frá-
sagnir um ástarfundi í loftinu
þar sem makarnir eru kyrrir í
loftinu, brjóst við brjóst. Þetta
er rómantískt, en ástæða er til