Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 104

Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL engin breyting hafa orðið á neinu — en þó var allt breytt. Júlía! Hún fór aldrei úr huga hans. Hann hafði aldrei getað gleymt henni frá því að hann sá hana fyrst kvöldið góða í l’Ely. Einn af vinum hans hafði farið með hana þangað, því að hún hafði aldrei komið þar áður. Skyndilega hafði hún staðið fyrir framan hann, ljóshærð og íturvaxin, með dropótta slæðu fyrir andlitinu og ódýran loð- kraga um hálsinn. Þau höfðu ekki talað mikið saman þetta kvöld, en hann hafði stolizt til að horfa á hana og hann hafði hrifizt af fegurð hennar og yndisþokka. Það hafði verið ný og einkennileg tilfinning, bæði ljúf og sár — að vera svo nálægt þessari stúlku, en vita þó að hún var fjarlæg honum sem stjarna. Þetta kvöld hafði mikil breyt- ing orðið á lífi hans. Seinna um kvöldið, þegar hann var kominn heim til sín, hafði hún komið til hans — í draumi. Hún var líka í fylgd með hon- um á daginn. Hún brosti til hans úr myrkum bakgrunninum á Icarusmálverkinu. Stundum var hún gázkafull, stundum ó- segjanlega blíð, stundum misk- unnarlaus. Hann var asni. Hún elskaði hann ekki, myndi aldrei elska hann. Hún þekkti hann sama sem ekkert . . . Hann reyndi að bægja frá sér 'hugsuninni um Júlíu. Þetta var allt ofur eðlilegt. Júlía hafði aðeins valdið því, að óljósar þrár hans höfðu tekið að bæra á sér. Það sem hann þurfti að gera, var að ná sér í stúlku, stúlku af holdi og blóði, og svala ástarþrá sinni með henni. Mjög einfalt mál. Það var fullt af stúlkum á Montmartre, stúlk- um, sem voru til í tuskið og þyrsti í ástaratlot, fallega hatta. og fín föt. Það var ekki mikill vandi . . . * Það hafði virzt vandalítið, en við nánari athugun kom í ljós,. að svo var ekki. I fyrsta lagi: Hvar átti hann að finna hana? I l’Ely? Þar kynntust flestir vinir hans stúlkunum sínum. Þeir helltu í þær vin chaud, dönsuðu við þær, sögðu þeim, hve einmana þeir væru, og hve yndislegar nuits d’amour þær gætu átt með með þeim. Fyrr eða síðar — oft strax fyrsta kvöldið — fóru þeir með þær heim til sín, og sambúðin ent- ist oftast eina eða tvær vikur En það var nauðsynlegt að kunna að dansa. Og því var þessi leið ófær fyrir hann. Gatan? Jú, stundum gat mað- ur verið heppinn á götunni. En fyrsta skilyrðið var að geta elt stúlkuna og náð henni. Og hvernig gat maður, sem dróst áfram með mestu herkjum, elt stúlku uppi og náð henni? Nei, gatan kom ekki heldur til greina. Og hvað þá ? Hann hélt áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.