Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
engin breyting hafa orðið á
neinu — en þó var allt breytt.
Júlía! Hún fór aldrei úr huga
hans. Hann hafði aldrei getað
gleymt henni frá því að hann
sá hana fyrst kvöldið góða í
l’Ely. Einn af vinum hans hafði
farið með hana þangað, því að
hún hafði aldrei komið þar áður.
Skyndilega hafði hún staðið
fyrir framan hann, ljóshærð og
íturvaxin, með dropótta slæðu
fyrir andlitinu og ódýran loð-
kraga um hálsinn.
Þau höfðu ekki talað mikið
saman þetta kvöld, en hann
hafði stolizt til að horfa á hana
og hann hafði hrifizt af fegurð
hennar og yndisþokka. Það
hafði verið ný og einkennileg
tilfinning, bæði ljúf og sár —
að vera svo nálægt þessari
stúlku, en vita þó að hún var
fjarlæg honum sem stjarna.
Þetta kvöld hafði mikil breyt-
ing orðið á lífi hans.
Seinna um kvöldið, þegar
hann var kominn heim til sín,
hafði hún komið til hans — í
draumi.
Hún var líka í fylgd með hon-
um á daginn. Hún brosti til
hans úr myrkum bakgrunninum
á Icarusmálverkinu. Stundum
var hún gázkafull, stundum ó-
segjanlega blíð, stundum misk-
unnarlaus. Hann var asni. Hún
elskaði hann ekki, myndi aldrei
elska hann. Hún þekkti hann
sama sem ekkert . . .
Hann reyndi að bægja frá sér
'hugsuninni um Júlíu. Þetta var
allt ofur eðlilegt. Júlía hafði
aðeins valdið því, að óljósar
þrár hans höfðu tekið að bæra
á sér. Það sem hann þurfti að
gera, var að ná sér í stúlku,
stúlku af holdi og blóði, og svala
ástarþrá sinni með henni. Mjög
einfalt mál. Það var fullt af
stúlkum á Montmartre, stúlk-
um, sem voru til í tuskið og
þyrsti í ástaratlot, fallega hatta.
og fín föt. Það var ekki mikill
vandi . . .
*
Það hafði virzt vandalítið, en
við nánari athugun kom í ljós,.
að svo var ekki. I fyrsta lagi:
Hvar átti hann að finna hana?
I l’Ely? Þar kynntust flestir
vinir hans stúlkunum sínum.
Þeir helltu í þær vin chaud,
dönsuðu við þær, sögðu þeim,
hve einmana þeir væru, og hve
yndislegar nuits d’amour þær
gætu átt með með þeim. Fyrr
eða síðar — oft strax fyrsta
kvöldið — fóru þeir með þær
heim til sín, og sambúðin ent-
ist oftast eina eða tvær vikur
En það var nauðsynlegt að
kunna að dansa. Og því var
þessi leið ófær fyrir hann.
Gatan? Jú, stundum gat mað-
ur verið heppinn á götunni. En
fyrsta skilyrðið var að geta elt
stúlkuna og náð henni. Og
hvernig gat maður, sem dróst
áfram með mestu herkjum, elt
stúlku uppi og náð henni? Nei,
gatan kom ekki heldur til
greina.
Og hvað þá ? Hann hélt áfram