Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
sérstaklega ef þau eru gefin
samtímis, öll þrjú.
En það sem unnlzt hefur hing-
að til er að þakka ötulli heilsu-
vernd, fyrst og fremst, samfara
skynsamlegri notkun sérlyf ja og
handlæknisaðgerða, og svo hef-
ur enn bætzt við nýtt vopn í
þessari baráttu, en það er bólu-
setningin, sem raunar heyrir
undir heilsuverndarsjónarmiðið.
Á bólusetningunni eru þó agnú-
ar, sem rýra gildi hennar, en
það er, að eftir, að bólusetning-
in hefur farið fram er ekki leng-
ur hægt að greina þá nýsmit-
uðu, með berklaprófi, frá þeim
sem aldrei hafa smitazt, en að-
eins verið bólusettir. Þannig
verður erfiðara að leita uppi, þá
sem sýkingarhætta stafar af, en
það er undir vissum kringum-
stæðrnn, eða á vissu stigi barátt-
unnar, mjög þýðingarmikið.
Ég verð þó að halda, eins og
hér er komið þessum málum nú,
að bólusetning sé sjálfsögð, ef
hún aðeins er látin fara fram
í vissum aldursflokkum, og fylgt
eftir með endurbólusetningum,
eftir þörfum. En jafnframt verð-
ur svo að halda áfram að leita að
þeim sjúku, með allsherjar rönt-
genrannsóknum, við og við, hér
eftir eins og hingað til.
Um krabbameinið er það að
segja, að þar er raunar að finna
nærri fullkomna hliðstæðu berkl-
anna. Og má segja, að ástand-
ið í krabbameinsmálum okkar
nú sé ekki ólíkt því, sem var
í berklamálunum fyrir 15—20
árum, um það leyti, sem hin
mikla sókn hófst, er skorið hef-
ur berkladauðann niður í brot
af því sem áður var.
Við vitum, að sumt fólk er
móttækilegra fyrir berkla en
annað. Enginn veikist þó nema
hann smitist. Líkt mun þessu
farið með krabbameinið; þar eru
sumir móttækilegri en aðrir. Þar
er að vísu ekki með vissu vitað
um vírussmitun, nema í fáum
tilfellum, en hitt er víst, að
krabbinn kemur helzt þar sem
langvarandi erting hefur átt sér
stað, þar sem frumurnar hafa
veiklazt. Líkt er þessu og farið
með berklana, þeir koma helzt
í þau bein eða liði, sem áður
hafa orðið fyrir einhverju
hnjaski, en einnig í því tilfelli
er móttækileikinn misjafn.
En þrátt fyrir margvíslega
ertingu, eru f jölmargir, sem alls
ekki fá krabbamein.
Áður fyrr voru allir hræddir
við berklana, sérstaklega á vissu
aldursskeiði. Nú eru allir hrædd-