Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 53
FRAMFARIR I TANNLÆKNINGUM
51
geta um litla sykurneyzlu. Sendi.
nefndin, sem fór til Italíu, afl-
aði sér upplýsinga um tann-
skemmdir fyrir stríðið og komst
að raun um, að þær höfðu einn-
ig verið tiltölulega fátíðar þá.
En sykurneyzla hafði einnig ver-
ið lítil í samanburði við sykur-
neyzluna í Bandaríkjunum. Gat
verið að erfðir ættu einhvern
þátt í þessu ? Við athugun á ítöl-
um í Bandaríkjunum kom í ljós,
að þeir sem flutt höfðu þang-
að á unga aldri, en höfðu í upp-
vextinum lifað á ítölskum mat,
sem er fátækur af sykri, höfðu
minni tannátu en amerískir jafn-
aldrar þeirra, en börn af ítölsku
bergi, sem fæðzt höfðu og alizt
upp í Bandaríkjunum, höfðu
aftur á móti eins mikla tann-
átu og önnur amerísk börn.
Niðurstöðurnar af þeim rann-
sóknum og tilraunum, sem gerð-
ar hafa verið síðustu árin á sviði
tannlækninga, eru yfirleitt
greinilegar. Það er ekki unnt að
koma í veg fyrir tannátu með
því einu að halda munninum
alltaf hreinum. Það er hægt að
draga úr henni með því að nota
flúorupplausn í bernsku, en ör-
uggasta leiðin til að koma í veg
fyrir skaðlega sýrumyndim í
munninum er að varast að neyta
mikils af fæðutegundum, sem
eru auðugar af sykri.
Flestir menn eru ófúsir að
neita sér um sætindi í mat, seg-
ir dr. Jay. Þessvegna er nú unn-
ið að því að finna ráð til að
gera natríumflúoríð gagnlegt
fyrir fullorðna eins og börn.
Einnig er unnið að því að finna
eitthvert öruggt varnarlyf
handa almenningi, eitthvað, sem
hægt er að setja í sykur til að
koma í veg fyrir tannátu, á sama
hátt og joðmengað salt er not-
að til að koma í veg fyrir skjald-
kirtilveiki. Tilraunir á tilrauna-
stofum með efni, sem nefnist
glýserín aldehýð, benda til, að
lausnin muni brátt finnast.
'k ★ k
Þreytandi þjónusta.
„Hvar hefurðu verið síðustu tvo tímana ?“ spurði prestkona
mann sinn.
„Ég hitti frú Brotvn á göttmni og spurði hana hvemig henni
liði," sagði presturinn og dæsti mæðulega.
— The Scandal Sheet.