Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 82
so
ÚRVAL
Oft förum við með kjama lífs
okkar — frið og' hamingju í
sambúðinni við okkar nánustu
— af þesskonar hugsunar- og
fyrirhyggjuleysi, sem við mund-
um ekki láta okkur til hugar
koma að sýna í starfi okkar eða
atvinnu.
Vísindamaður, sem veit, að
millímeters reikningsskekkja
getur eyðilagt allt ævistarf hans
og sjálfan hann um leið, lætur
hendingu ráða hegðun sinni á
heimilinu þó að umhyggja og
nákvæmni séu þar engu þýð-
ingarminni, og sízt sé minna í
húfi. Kænn kaupsýslumaður
nöldrar og þusar við morgun-
verðarborðið, en breytist í kurt-
eisan geðspektarmann um leið
og hann kemur á skrifstofuna.
Hann veit fullvel, að góður fé-
sýslumaður verður að hafa hem-
il á tilfinningum sínum og skaps-
munum frammi fyrir viðskipta-
vinum og jafnvel starfsfólki
sínu, sem velgengni hans bygg-
ist að miklu leyti á. Þegar hann
kemur heim á kvöldin, getur
hann „slakað á klónni“ og lof-
að skapsmununum að þjóna
sjálfum sér. Konan hans og
börnin afbera þetta — að vissu
marki. En einn góðan veður-
dag vaknar hann, eins og áður-
nefndur vinur minn, við, að það
sem áður hafði verið hlýr og
ástkær griðastaður, er nú orðin
yfirgefin rúst.
Sannleikurinn er sá, að mann-
leg samskipti eru viðkvæmasta
,,vél“ sem til er í heiminum, og
þarfnast nákvæmrar og stöðugr.
ar umhyggju, ef hún á að ganga
skrikkjalaust. Það er auðvelt að
verða ástfanginn, en til þess að
varðveita ástina, verða báðir að-
ilar að leggja fram alla hæfi-
leika sína til að elska. Það er
þolinsmæðisverk, sem er ekki í
því fólgið að sýna öðru hverju
glæsileg ytri tákn ástar sinn-
ar, heldur byggist það á stöð-
ugri sjálfstjórn og næmri vit-
und um það sem vekur sárs-
auka, gremju eða gleði.
Ástin verður, þegar öllu er
á botninn hvolft, að byggjast
á því að okkur geðjist að þeim
sem við elskum, en öll vitum við
hve okkur getur stundum mis-
líkað við þá, sem við elskum
mest — hve oft við kveinkum
okkur undan tilgerð þeirra, hé-
gómagirnd, vanstillingu og því
sem okkur finnst tillitsleysi
þeirra gagnvart okkur. Og fyr-
ir endurtekin áhrif þessarar ó-
beitar tekur ástin að dofna og
breytast í afskiptaleysi.