Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 132
TÆ KNINÝJUNGAR
Úr „Science News Letter“.
Ný tækni við ljósmyndun.
Kjarnorkusprengjan hefur orðið
óbein orsök þess að fundizt heíur
ný aðferð til ljósmyndagerðar. I
umhverfi þar sem geislaverkana
gætir, er ekki unnt að taka skýr-
ar Ijósmyndir á venjulega ljós-
myndaplötu. Pyrir áhrif geislanna
verða þær þokukenndar og óljós-
ar.
En nú hefur starfsmönnum við
vísindastofnun í Bandaríkjunum,
Batelle Memorial Institute, Colum-
bus, Ohio, tekizt að finna alger-
lega nýja aðferð til Ijósmyndun-
ar á plötu, sem ekki verður fyr-
ir áhrifum atómgeisla. Ljósmynda-
platan er ekki húðuð með venju-
legu ljósnæmu efni, heldur með
frumefninu selenium, sem er skylt
brennisíeini. Selenium hefur þann
eiginleika, að ljósið hefur áhrif
á hæfileika þess til að leiða raf-
magn. Það leiðir þvi betur sem
það verður fyrir sterkari birtu.
Pla.tan er hlaðin rafmagni. Þeg-
ar „smellt er af“ og ljósið (mynd-
in) fellur á plötuna, leiðir seleni-
um út rafmagnið í hlutfalli við
það, hve sterkum ljósáhrifum það
hefur orðið fyrir. Við þetta mynd-
ast einskona.r ósýnileg rafmagns-
mynd á plötunni. Ef fínmöluðu
viðarkola- eða steinkoladufti er
stráð yfir plötuna, loðir það við
hana þar sem rafhleðslan er fyrir,
en þeim mun minna því meira
sem „lekið hefur út“ af rafmagni
af hinum einstöku hlutum plöt-
unnar. Koladuftið myndar þannig
greinilega svarta og hvíta mynd
á plötunni, og stendur hún í engu
að baki venjulegri ljósmynd. Þessa
koladuftsmynd er síðan hægt að
flytja yfir á venjulegan pappír
eða annað efni, sem húðað er með
límkenndu efni, t. d. gúmsementi.
Myndina má framkalla undir
eins og hún hefur verið tekin og
er það ekki nema tveggja min-
útna verk, enda ekki í öðru fólg-
in en að strá duftinu yfir plöt-
una. Nota má plötuna aftur og aft-
ur með því að strjúka myndina
af, því að hér á sér ekki stað
nein efnabreyting. Myndinni má
breyta í gagnsæja filmu, sem hægt
er að gera eftir stækkanir.
Atómskoð'un í heimalnisum.
Leikmenn geta nú í heimahús-
um séð með berum augum slóðir
geimgeislanna, sem sífellt dynja á
okkur utan úr geimnum og smjúga
í gegnum okkur eins og heitur
hnífur í gegnum smjör. Tveir am-
erískir visindamenn hafa útbúið
skýklefa, sem er svo einfaldur í
byggingu, að hver sem er getur
gert hann heima hjá sér, en jafn-
framt er hann endurbót á rann-
sóknartækjum vísindamanna, sem
fást við geimgeislarannsóknir.
Framhald á 3. kápuaíöu
STEINDQ RSPRENT H.F.