Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 67
HEIMSMYND HOYLES PRÓFESSORS
65
miðju) breytist í hita. Þegar
vetniskökkur hefur dregizt svo
mikið saman, að hann er í þver-
mál aðeins einn miljónasti af
hinu upphaflega þvermáli sínu,
er miðja hans orðin nógu heit
til þess að koma af stað frum-
eindaklofningu þannig að kjarn-
orka leysist úr læðingi, en við
það breytist vetnið í helium.
Slík glóandi, kjarnorkuleys-
andi efnisheild er venjuleg
stjarna — t. d. sólin. Þegar
kjarnorkan, sem myndast innan
í henni er orðin jafnmikil og
útgeislunin frá yfirborðinu, er
stjarnan orðin stöðug. Ef hún
fengi að vera í friði, mundi hún
í miljarða ára halda áfram hægt
og hægt að ,,brenna“ vetni sínu.
En fæstar stjörnumar fá að
vera í friði. Bæði stjörnur og
,,vetnisryk“ í hinni ungu vetr-
arbraut hreyfast líkt og hring-
iður í rennandi vatni, og þessar
hreyfingar bera oft stjörnurnar
gegnum vetnisský. Þegar ein-
stakar vetnisframeindir í ský-
inu komast undir áhrif aðdrátt-
arafls stjörnunnar, dragast þær
inn á bogbraut að baki stjörn-
unnar. Þar rekast þær hver á
aðra. Við að missa þannig ferð-
ina, sem ella mundi hafa borið
þær framhjá stjörnunni, togast
þær í voldugum straumum inn
á yfirborð stjörnunnar.
Þegar stjarna safnar þannig
að sér of miklu vetni utan úr
geimnum, knýr hið aukna efnis-
magn hennar hana til að brenna
vetni sínu örar en ella. Hún tek-
ur að geisla frá sér stálblárri
birtu, ef til vill þúsund sinnum
bjartari en frá sólinni. Eins og
metorðagjarn maður, sem eyðir
lífsorku sinni fyrir aldur fram
brennur hún upp fyrir tímann.
Hoyle segir, að vetnið í risa-
stjörnu af þessu tagi eyðist á
um 500 miljón árum, en að
„skikkanlegri“ stjörnu eins og
sólinni endist hinn tiltölulega
litli vetnisskammtur sinn hundr-
að sinnum lengur.
Þegar vetni hinnar eyðslu-
sömu stjörnu hefur allt breytzt
í helium og ekki myndast leng-
ur kjarnorka í iðrum hennar,
byrjar hún að dragast saman.
Við það hitnar kjarni hennar.
Fram að þessu hefur stjarnan
snúizt hægt um sjálfa sig, eins
og flestar aðrar stjörnur, en
með minnkandi ummáli vex
snúningshraði hennar, líkt og
hjá skautamanni, sem lætur sig
snúast með útteygða handleggi:
ef hann lætur hendurnar falla
niður með síðunum, tekur hann