Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
drekka úr glasinu, sá hann
Zidler nálgast. Hann var ó-
venjulega niðurbeygður.
„Hvað gengur að þér, kunn-
ingi?“ sagði Henri og sneri sér
á stólnum. „Það er eins og þú
hafir verið við jarðarför. Þú
þarft að fá þér glas. Fljót Sara!
Tvo romm!“
Zidler settist við hliðina á
Henri.
„Ég skil ekkert í þessu,“
tautaði hann. „Ég hef verið að
athuga bækurnar — reksturinn
gengur ekki vel. Sýningarnar
eru góðar, hljómlistin góð,
vínið gott og verðið er sann-
gjarnt. Hversvegna er ekki fullt
hús á hverju kvöldi?“
„Það er ekkert að myllunni
þinni annað en það, að fólk veit
ekki af henni.“
„En ég er búinn að eyða
stórfé í auglýsingar. Það eru
götuauglýsingar frá mér um
alla borgina."
„En fólk kemur ekki auga á
þær.“
„Hversvegna ekki?“
„Af því að myndin á auglýs-
ingunni er ekki nógu góð. Það
er bara venjuleg glansmynd.“
„Hver er munurinn á henni
og góðri auglýsingamynd ?“
„Svipaður munur og á fall-
byssuskoti og flaututóni. Góð
auglýsingamynd á að vera
frumleg, jafnvel hneykslanleg.
Hún á að hæfa mann á milli
augnanna, koma manni til að
nema staðar í einu vetfangi. En
hvernig er auglýsingin þín,
Zidler? Það er mynd af snot-
urri stúlku sem situr á asna,
brosir kjánalega og sýnir á sér
fæturna. Hvað kemur slíkt og
þvílíkt Rauðu myllunni við?“
„Hvernig á hún þá að vera?“
„Það á að vera mynd af
stúlku, sem er að dansa cancan!
Hún á að fletta upp pilsinu og
sparka með fótunum. Og hún
á að gera þetta á miðju dans-
gólfi, innan um áhorfendurna
. . . . En þú skalt ekki halda, að
ég ætli að teikna myndina fyrir
þig.“
En hálftíma síðar var Henri
búinn að lofa því fyrir þrá-
beiðni Zidlers, að hann skyldi
teikna myndina.
*
Henri var rámur eftir drykkj-
una og óstöðugur á fótunum,
þegar hann kom út á götuna.
Hann skyggndist um eftir
vagni, en sá engan. Allt í einu
heyrði hann hratt fótatak að
baki sér. Hann leit við og sá að
stúlka kom hlaupandi eftir
gangstéttinni.
„Verið svo góður að segja að
við séum saman,“ sagði hún í
bænarrómi. Hún gat varla stun-
ið upp orðunum fyrir mæði.
I sama bili heyrðist aftur
fótatak í myrkrinu og einhver
þreif í handlegg stúlkunnar.
„Sýndu mér skírteinið þitt!“
Hún sparkaði og klóraði og
reyndi að bíta í höndina, sem
hafði þrifið í hana. Komumaður
bölvaði eg reyndi að snúa upp
á handlegginn. „Ætlar þú að