Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
legur, ég ætla ekki að drepa yð-
ur. Sök hennar er stærri en yð-
ar.“
,,Hún ber heldur enga sök.
Konurnar, drottinn minn! Þess-
ar veikburða, heimsku og vilja-
lausu verur. Stundum get ég
grátið yfir þeim. Ef konuhjarta
tengist manni, er hún reiðubúin
að þjást vegna ástarinnar, reiðu-
búin til sjálfsfórnar. Sjálfstætt
sálarlíf á hún ekki. Allt kem-
ur frá honum, allar hugsanir
hennar og þrár, allt kemur það
frá Sasonoff.“
Sakljatjin lauk við teið, gekk
nokkrum sinnum fram og aftur
í stofunni og lét síðan fallast á
grúfu á legubekkinn.
,,Rukavoff,“ stundi hann. „Ég
kvelst. Ráðið mér heilt, hvað á
ég að gera?“
Rukavoff settist við hlið hans,
lagði handlegginn um herðar
honum og strauk honum með
hinni hendinni um hnakkann
eins og barni.
„Veslingurinn litli, verið ró-
legur. Þér skuluð ekkert gera.
Konuna yðar skal ég losa yður
við, því að hvaða líf yrði það
þó svo að hún yrði kyrr hjá
yður? Endalaus þjáning. Þér
munduð kvelja hana með af-
brýðisemi yðar og hún mundi
fá viðbjóð á yður. Það gæti aldr-
ei blessazt. Reynið að skemmta
yður, kynnast öðrum konum,
verða ástfanginn af þeim. Þér
eruð óheimskur maður, athyglis-
verður maður. Miklu athyglis-
verðari en ég. Trúið mér, ég
meina þetta. Hið eina sem ég
hef fram yfir yður er, að ég
er einn af þessum Sasonoffum,
sem komið hefur frá Novotjer-
kask. Liggið kyrr, vinur minn.
Já, og svo munuð þér hitta
aðra góða og elskulega konu,
sem mun taka yður að sér eins
og vera ber.....
Sakljatjin tók að skjálfa í
herðunum.
„Nadja get ég aldrei gleymt.“
„Jú, jú, litli vinur, þér munuð
gleyma henni,“ sagði Rukavoff
sannfærandi. Yður finnst bara
núna meðan sárast svíður undan
auðmýkingunni og mistökunum,
að sorgin sé óbærileg. Þetta lag-
ast þegar frá líður. Nú — og
ef sorgin og reiðin verða yður
ofviða, þá skuluð þér drepa
mig! En hvað stoðar það? Ef
betur er að gætt, þá er það
engin lausn. Þér berið ekki í
brjósti neitt hatur til mín, og
úr því svo er, er ástæðulaust
fyrir yður að fremja glæp . . .“