Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
anir, venjulega af kynferðisleg-
Dm toga, og reynir því að
gleyma þeim með öllu eða bæla
þær niður. Kynhvötina kallaði
Freud libido. Ef við líkjum hug-
anum við gufuketil og gufan er
libido, má segja að niðurbæling
hvatanna sé sama og að sitja
4 öryggislokunni, en af því verð-
ur sprenging, sem við nefnum
neurósur.
Önnur uppgötvun er sú, að
þessi síbreytilega niðurbæling
skapi einskonar togstreitu í hug-
anum, sem lýsir sér í mismæl-
um, villum og málhjakki.
Freud nefnir sem dæmi mann,
er var gestur í leiðinlegri kvöld-
veizlu. Gestirnir, sem fengu lítið
að borða, voru að ræða um Theo-
dore Roosevelt, og einn gestanna
vildi hrósa honum fyrir sann-
girni í viðskiptum (square deal)
við aðra, en sagði í staðinn:
,,Eitt má Roosevelt eiga: he al-
ways gives you a square meal.“
(Maður fær sig alltaf saddan
hjá honum).
Þriðja uppgötvun Freuds var
sú, að innri togstreita, sem skap-
ast þegar langanir eru bældar
niður, notar drauma sem vand-
lega dulbúið tæki til að fá út-
rás. Hann sýndi fram á hvernig
draumar eru byggðir upp af
táknum, sem tjá á kænlegan hátt
leyndar óskir, sem hugurinn vill
ekki viðurkenna, jafnvel í svefni.
Fjórða uppgötvun Freuds var
sú, að kynlíf mannsins byr ji ekki
allt í einu um leið og hann gift-
ist, heldur megi rekja það aftur
fyrir gelgjuskeiðið og jafnvel
allt aftur í frumbernsku.
IJt frá þessum fjórum megin-
uppgötvunum sínum setti Freud
fram hina alkunnu skilgreiningu
sína á huganum: að hið eina, sem
við þekkjum af huganum og
starfsemi hans, sé yfirborðið, ef
svo mætti segja. Við köllum það
vitundina. Það sem þú ert að
lesa núna er í vitundinni, og næst
að baki hennar er forvitundin,
sem geymir endurminningarnar,
sem bíða þess að vera einhvem
tíma kallaðar fram í vitundina.
Hinn ofsafulla og óstýriláta
hluta hugans, sem eftir er, köll-
um við dulvitundina. Það, sem
þar er, er ekki unnt að draga
fram í dagsljósið með venjulegri
upprifjun endurminninganna,
jafnvel þó að áhrif þess séu að
ýta huganum úr jafnvægi. Við
vitum ekki hvað er í dulvitund
okkar, þó að það hafi mikil á-
hrif á líf okkar, t. d. með því
að vekja hjá okkur hræðslu við
ketti eða óbeit á tölunni sjö, eða