Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
þetta ,,geimryk“ með berum
augum, þar sem það myndar
„ský“. Þau eru eins og svartir
blettir í vetrarbrautinni. 1 kíkj-
um sínum sjá stjörnufræðing-
arnir langa, svarta þræði og
stóra, hringlaga flekki, sem
mælzt hafa allt að 100 ljósár
í þvermál (ljósár er sú vega-
lengd, sem ljósið fer á einu ári,
en hraði þess er 300.000 km. á
sek.). Geimryk þetta er að mestu
leyti vetni, en sumsstaðar bland-
að þyngri frumefnum, en er svo
þunnt dreift um geiminn, að vís-
indamönnum hefur ekki tekizt
1 rannsóknarstofum sínum að
framleiða svo mikið ,,tómrúm“
(vacuum).
Margir stjömufræðingar hafa
aðhyllzt þá skoðun, að stjörn-
urnar séu sennilega samþjappað
„geimryk“, en Hoyle og Lyttle-
ton ganga feti lengra: þeir hafa
komizt á þá skoðun, eftir mikla
stærðfræðilega útreikninga, að
ævi stjarnanna (sem skiptir ár-
miljörðum) og ásigkomulag fari
eftir því hve miklu geimryki þær
safni að sér. Flestar safna að
eins litlu og verða þá miðlungs-
stjörnur, eins og t. d. sólin. Aðr-
ar safna að sér miklu, verða
óstöðugar og springa að lokum.
Alheimur Lyttletons og Hoy-
les hefur ekkert upphaf, engan
endi og ekkert ummál, hvorki
í tíma né rúmi. Það er erfitt að
byrja á því að lýsa fyrirbrigði,
sem er án upphafs og endis.
Ein leiðin er sú, að ímynda sér,
að um allan geiminn sé jafn-
dreift vetni, mjög þunnt, en
vetnið er einfaldast og léttast
allra frumefna. Þannig jafn-
dreifð lofttegund er „þyngdar-
aflslega óstöðug". Frumeindirn-
ar dragast hver að annarri og
mynda smám saman ský, líkt
og þegar vatnshúð á glerplötu
dregst saman í dropa. Á ármil-
jarða siglingu sinni um geim-
inn dragast þessi ský smátt
og smátt saman í geysimiklar,
loftkenndar efnisheildir, sem
vega eins mikið og miljarðar
stjarna. Slík vetnisheild, sem er
vetrarbraut í sköpun, snýst um
sjálfa sig um leið og hún mynd-
ast, og miðflóttaaflið dreifir
henni í kringlu, líkt og stækk-
unargler í lögun, sem er tíu Ijós-
ár á þykkt og 60.000 ljósár í
þvermál. Inni í þessari heild
myndast nýir vetniskekkir, sem
smám saman verða þéttari og
þéttari; þeir hitna einnig við það
að aðdráttaraflið (orka efnis,
sem fellur að sameiginlegri