Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 45
LIFANDI GIMSTEINAR
43
armörkunum er talið að gullsmið-
irnir á kolatímabilinu hafi náð.
Bolur þeirra gat orðið 30 sm.
langur, en þeir voru grannvaxn-
ir, aðeins 3 sm í ummál um
,,brjóstið“. Þessi risaskordýr
dóu tiltölulega snemma út.
Um hin blóðheitu hryggdýr
gegnir aftur á móti gagnstæðu
máli. Stærðin takmarkast nán-
ast af aflfræðilegum ástæðum.
Fæturnir hætta að lokum að
geta borið þau. Hvalirnir, sem
sjórinn heldur uppi, hafa náð
mestri stærð. En smæðartak-
mörkin eru um það bil þar sem
stærðartakmörk skordýranna
eru. Úlfaldi í mýflugustærð
myndi undir eins deyja úr
kulda við venjulegan stofuhita,
og væri hann hafður í nógu
heitum klefa, mundi hann þorna
upp, eða að minnsta kosti myndi
hann ekki geta melt nógu mik-
ið af mat til að viðhalda lífinu.
Erfiðleikar lítilla spendýra
eða fugla eru fólgnir í því, að
,,efnaskiptin“ eða bruninn í
líkamanum er hlutfallslega
miklu örari en hjá stórum dýr-
um. Orsakasamhengið er víst
ekki eins einfalt og menn töldu
áður fyrr, en fullyrða má að
minnsta kosti, að hin mikla
„eldsneytisnotkun“ á að veru-
Hér sést hvernig hinn lifandi heli-
kopter blakar vængjunum meðan
hann heldur sér kyrrum á lofti fyrir
framan opið glas með hunangi.
legu leyti rót sína að rekja til
þess, að lítill líkami hefur hlut-
fallslega miklu stærra yfirborð
miðað við þyngd en stór líkami,
og verður því hitaútgeislun eða
hitatap hans hlutfallslega miklu
meira. Það hefur líka komið í
ljós, að efnaskiptin í kólibrí-
fugiinum eru örari en í nokkru
öðru dýri. Áður höfðu menn
mælt efnaskiptin hjá snjáldur-
músum, sem eru minnstar allra
spendýra, og uppgötvað, að
næringarþörf þeirra er svo mik-
il, að þær þola ekki að svelta