Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 11
.KLONDIKE STEF'
9
leiddi til uppreisnar. Nokkrir
vísindamannanna óttuðust, að
heili foringjans hefði orðið fyr-
ir tjóni af völdum heimskauts-
sólarinnar. Þeir minntu hann á,
að allir fyrri heimskautsfarar
hefðu verið á einu máli um, að
heimskautshafið væri alveg
dautt. ,,Þið verðið dauðir úr
hungri eftir einn mánuð,“ sagði
einn þeirra. Vilhjálmur sagðist
hafa rannsakað þessa kenningu
og fundið hana léttvæga, og hélt
áfram undirbúningi sínum. Þeg-
ar tilraun var gerð til að halda
fyrir honum nokkrum tækjum,
kallaði hann leiðangursmenn til
ráðstefnu til að kanna hollustu
þeirra. Fyrir harðfylgi nokkurra
manna undir forustu Hubert
Wilson og Morton McConnell,
sem seinna urðu frægir heim-
skautafarar, fékk hann að lok-
um einróma traustsyfirlýsingu.
Þegar Vilhjálmur lagði af stað
út á ísinn ásamt tveim félögum
sínum, Storker Storkerson og
Ole Andreasen, seint í marz
1914, var það gegn ráðum flestra
hvítra íbúa norðurheimskauts-
landanna og margra eskimóa.
Almennt var álitið, að þeir
myndu ekki lifa af veru sína
á ísnum. Þeir tóku með sér sex
hunda, sleða sem hægt var að
breyta í bát, tvo riffla, 330 skot-
áfyllingar, mat til nokkurra
vikna, svefnbúnað, matreiðslu-
og vísindatæki. Áttu þeir að
mæta einu leiðangursskipinu um
þrem mánuðum seinna við Nor-
egsey fimm hundruð mílum
norðar. Fyrstu dagana lentu þeir
í stórhríð, vindhraðinn mældist
140 km á klukkustund á landi
og var talin snöggtum meiri úti
á ísnum. Þeir reistu lítið tjald
fyrsta kvöldið í glórulausri hríð
og roki, en um nóttina tók ísinn
að springa. Þeir félagar skipt-
ust á að halda vakt úti fyrir, en
þessi varúðarráðstöfun reyndist
fljótt tilgangslaus, því að ekki
sá handaskil. Varð þeim lítið
svefnsamt.
Um morguninn hafði dregið
svo úr veðurgnýnum, að heyra
mátti hundsgá fyrir utan tjald-
ið. Skyggni var orðið tíu metr-
ar, og taldi Vilhjálmur nú fært
að halda áfram. Ferðin sóttist
seint; nokkrum sinnum lá við
að þeir gengju í vakir. Með því
að markmið ferðarinnar var að
sanna, að kvikt væri í norður-
íshafinu, skyggndust þeir um
eftir veiðibráð. Engin merki um
dýralíf sáu þeir fyrstu hundrað
mílurnar, og matarskammtur-
inn var minnkaður um helming,
einnig handa hundunum. Ör-
deyða var áfram unz matar-
skammturinn var kominn niður
í nokkur hrísgrjón á dag.
Hinn 13. maí komu þeir loks
auga á nokkra seli í vök. Vil-
hjálmur skaut tvo þeirra, en
báðir sukku. Seinna skaut hann
aðra tvo, sem einnig sukku. Dag-
inn eftir skaut hann enn einn
og náðist hann. Þeir félagar
settust glaðir að snæðingi og
átu selskjöt og selspik. Daginn