Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 90
88
ÍTRVAL
nær ekki til þess með rananum,
tekur hann upp prik og klórar
sér með því —- og ef fyrsta prik-
ið, sem hann tekur, er ekki mátu-
lega langt, fleygir hann þvi og
finnur sér nýtt.
Ef hann kippir grastuggu upp
með rótum, hreinsar hann af
henni moldina með því að slá
dienni í stein eða skola hana
í rennandi vatni, ef það er ná-
lægt.
Margir ungir fílar komast upp
á lag með að troða leir eða for
í trébjöllurnar, sem þeir hafa
um hálsinn — og þegar þeir
hafa þaggað niður í bjöllunum,
geta þeir læðzt hljóðlega inn í
einhvem bananalundinn í ná-
grenninu og stolið sér banönum.
CVO 'k OO
Huggunarorð.
Særður hermaður á herspítala var að semja bréf til kon-
unnar sinnar, og hjálpfús hjúkrunarkona skrifaði upp eftir honum.
,,Ekki get ég sagt, að hjúkrunarkonumar héma séu lag'Ieg-
ar,“ las hann fyrir.
,,Nei, heyrið þér nú,“ sagði hjúkrunarkonan, „finnst yður
þetta ekki ósanngjarnt ?“
Hermaðurinn brosti. „Jú, í hæsta máta. En ekkert mun
gleðja konuna mína eins og að lesa þetta,“ sagði hann.
— Wall Street Journal.
★
Kurteisi.
1 nafnkunnu og glæsilegu veitingahúsi settist gestur að borðl
til snæðings og batt servíettuna um hálsinn áður en hann hóf
máltíðina. Forstöðumaður veitingahússins sá þetta og ofbauð
honum að sjá þessa borðsiði. „Farðu, Georg,“ sagði hann við
þjón einn, „og gerðu manninum ljóst, að hann verði að taka
servíettuna af hálsinum. En gerðu það kurteislega."
Þjónninn gekk að borði gestsins, hneigði sig fyrir honum
og sagði: „Rakstur eða klipping, herra minn?"
— Pageant.