Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 33
Á VlGASLÖÐ MEÐ MANNÆTUM
31
hengu tugir mannshöfða í bast-
þráðum, og lágu í röðum á bam-
bushillum meðfram veggjunum.
Öll biðu hin lifandi andlit þess
í þögulh eftirvæntingu, að hið
óhugnanlega sjónarspil, er hér
skyldi fram fara, hæfist.
Svo ógnþrungin var þessi
langa bið, að ungir menn, sem
voru hér viðstaddir í fyrsta sinn,
f éllu unnvörpum í yf irlið. En þeir
voru látnir afskiptalausir. Sjálf-
um fannst mér sem þungt, svart
tjald héngi rétt yfir höfði mér og
mundi á hverri stundu vefjast
um höfuð mér og svifta mig
meðvitund. Ég deplaði augun-
um til að hrista af mér þessa
tilfinningu. Næst þegar ég leit
upp, sá ég tvær ófreskjur á pall-
inum. Andköf hrylhngs og skelf-
ingar heyrðust frá söfnuðinum
við þessa skyndilegu sýn. Auð-
vitað vissi ég, að undir hinum
turnháa höfuðbúnaði úr fjöðr-
um, mannshári, beinum og reyr-
gresi, typptum þurrkuðu höfði,
var hinn daunilli, vambmikli
ættarhöfðingi. Ég vissi það,
þrátt fyrir hina hvítu dauða-
grímu og draugalegan búning-
inn; ég vissi það, en eins og
hinir varð ég gripinn hópsefj-
an, sem svifti mér þúsundir ára
aftur í tímann. Ég var hrædd-
ur, alveg eins og villimennirair
allt í kringum mig.
Hin ófreskjan, sem var jafn-
óhugnanleg og höfðinginn, var
með höfuðbúnað typptan galtar-
haus og sló rauðum bjarma á
vígtennurnar eins og þær væru
roðnar blóði. Ósýnilegir trumbu-
slagarar hófu slátt sinn. Hátíð-
arathöfn höfuðveiðanna var að
byrja.
Og nú hófst skelfilegasti hluti
þessarar villimannlegu athafn-
ar: áköllun hinna dauðu. Áður
en lagt væri af stað á höfuð-
,,veiðar varð að friða anda þeirra
hermanna, sem fallið höfðu í
síðustu veiðiferð eða dáið síð-
an; og eina friðþægingin, sem
var þeim samboðin, var blóðfórn
— blóðfóra og samfélag við þær
sálir, sem leystar voru úr viðj-
um líkamans með fórnunum.
Tíu sinnum var framið morð
á pallinum þetta kvöld. Tíu her-
menn höfðu dáið síðan fyrir síð-
ustu herferð, og þess vegna var
tíu hjálparvana krypplingum,
blindum, höltum og sjúkum úr
þorpinu fórnað. Tíu sinnum voru
blóðbollarnir látnir ganga milli
sveittra hermannanna, sem allir
supu græðgislega á. Ég tók
minn þátt í athöfninni. Mér var
óglatt og ég titraði, en beitti