Úrval - 01.06.1951, Page 33

Úrval - 01.06.1951, Page 33
Á VlGASLÖÐ MEÐ MANNÆTUM 31 hengu tugir mannshöfða í bast- þráðum, og lágu í röðum á bam- bushillum meðfram veggjunum. Öll biðu hin lifandi andlit þess í þögulh eftirvæntingu, að hið óhugnanlega sjónarspil, er hér skyldi fram fara, hæfist. Svo ógnþrungin var þessi langa bið, að ungir menn, sem voru hér viðstaddir í fyrsta sinn, f éllu unnvörpum í yf irlið. En þeir voru látnir afskiptalausir. Sjálf- um fannst mér sem þungt, svart tjald héngi rétt yfir höfði mér og mundi á hverri stundu vefjast um höfuð mér og svifta mig meðvitund. Ég deplaði augun- um til að hrista af mér þessa tilfinningu. Næst þegar ég leit upp, sá ég tvær ófreskjur á pall- inum. Andköf hrylhngs og skelf- ingar heyrðust frá söfnuðinum við þessa skyndilegu sýn. Auð- vitað vissi ég, að undir hinum turnháa höfuðbúnaði úr fjöðr- um, mannshári, beinum og reyr- gresi, typptum þurrkuðu höfði, var hinn daunilli, vambmikli ættarhöfðingi. Ég vissi það, þrátt fyrir hina hvítu dauða- grímu og draugalegan búning- inn; ég vissi það, en eins og hinir varð ég gripinn hópsefj- an, sem svifti mér þúsundir ára aftur í tímann. Ég var hrædd- ur, alveg eins og villimennirair allt í kringum mig. Hin ófreskjan, sem var jafn- óhugnanleg og höfðinginn, var með höfuðbúnað typptan galtar- haus og sló rauðum bjarma á vígtennurnar eins og þær væru roðnar blóði. Ósýnilegir trumbu- slagarar hófu slátt sinn. Hátíð- arathöfn höfuðveiðanna var að byrja. Og nú hófst skelfilegasti hluti þessarar villimannlegu athafn- ar: áköllun hinna dauðu. Áður en lagt væri af stað á höfuð- ,,veiðar varð að friða anda þeirra hermanna, sem fallið höfðu í síðustu veiðiferð eða dáið síð- an; og eina friðþægingin, sem var þeim samboðin, var blóðfórn — blóðfóra og samfélag við þær sálir, sem leystar voru úr viðj- um líkamans með fórnunum. Tíu sinnum var framið morð á pallinum þetta kvöld. Tíu her- menn höfðu dáið síðan fyrir síð- ustu herferð, og þess vegna var tíu hjálparvana krypplingum, blindum, höltum og sjúkum úr þorpinu fórnað. Tíu sinnum voru blóðbollarnir látnir ganga milli sveittra hermannanna, sem allir supu græðgislega á. Ég tók minn þátt í athöfninni. Mér var óglatt og ég titraði, en beitti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.