Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 65
Heimsmynd Hoyles prófessors.
Úr ,,Time“.
Vísindin um alheimin eru að jafn-
aði ekki umhugsunar- eða viðfangs-
efni leikmanna. En nýlega bar svo
við, að í Englandi flutti prófessor
einn í stærðfræði erindaflokk i brezka
útvarpið urn nýjar kenningar sínar
og samstarfsmanna sinna í þessum
vísindum. Erindi þessi og kenningar
náðu eyrum almennings í furðu-
lega ríkum mæli, og þegar þau komu
út í bókarformi, seldust 60.000 ein-
tök á skömmum tíma, en það mun
einsdæmi i Bretlandi um vísindarit.
Hjörtur Halldórsson menntaskóla-
kennari þýddi og flutti þessi erindi
í íslenzka útvarpið á siðastliðnum
vetri, eins og flestir munu minnast,
og mun von á þeim í bókarformi
innan skamms. Úrval birtir hér grein
úr vikuritinu „Tirne", þar sem gerð
er í stuttu máli grein fyrir helztu
kenningum Hoyles og félaga hans.
'X'VEIR ungir stærðfræðikenn-
arar við Cambridgeháskól-
ann, Fred Hoyle 36 ára og Ray-
mond Arthur Lyttleton 39 ára,
hafa undanfarin 14 ár glímt við
að skýra gátu alheimsins og í
fyrra birtu þeir niðurstöður sín-
ar í nýjum kenningum, sem vak-
ið hafa geysimikla athygli og
þykja hið merkilegasta, sem
fram hefur komið í stjarneðlis-
fræði síðan Sir James Jeans og
Sir Arthur Stanley Eddington
settu fram sínar kenningar
skömmu eftir 1930.
Þekking manna á stjörnunum
og geimnum hefur aukizt geysi-
lega síðan á dögum Eddingtons
og Jeans. Vitað er nú, að efni
stjarnanna er að mestu vetni,
og að Ijós- og hitaorka þeirra
er kjarnorka, sem losnar úr læð-
ingi við það að vetnið breytist
í helium. Stjörnur og vetrar-
brautir hafa verið mældar, rann-
sakaðar og flokkaðar. En ekki
hefur verið sett fram nein al-
menn kenning, er tengdi sam-
an þessa þekkingarmola.
Jafnvel áður en Hoyle og Lyt-
tleton hittust, höfðu þeir hvor
um sig komizt að niðurstöðu,
sem þeir töldu báðir merka nýj-
ung: að meginhluti efnis al-
heimsins sé ekki í stjörnunum
heldur í geimnum umhverfis
þær. Á björtum nóttum má sjá