Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 97

Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 97
RAUÐA MYLLAN 95 Greifafrúin er stödd í bóka- safnsherberginu að velja sér bók . . . Henri rís upp úr stóln- um og gengur nokkur skref í áttina til hennar óstuddur . . . Hann hrasar á hálu gólfinu og getur ekki staðið upp aftur. „Fóturinn er brotinn, frú,“ sagði læknirinn um leið og hann lagði spelkur við brotið. „Hann verður gróinn eftir mánuð.“ ■—- En að mánuði liðnum var brotið ógróið. Læknirinn ráðlagði móðurinni að fara með drenginn til Baré- ges, þar væru sérfræðingar, og auk þess hefði hann gott af vatninu þar. Ennþá einu sinni héldu þau til Baréges, og þó einkennilegt megi heita, reyndist læknirinn sannspár. Brotið greri. Tveim mánuðum seinna gat Henri staulast við hækjur. Þá skeði annað áfallið. Henri var á gangi úti við og önnur hækjan lenti á steinvölu, sem var varla stærri en baun. En drengurinn missti tökin á hækjunni og datt. „Mamma —“ í þetta skipti brotnaði hann á báðum fótum. Hann þjáðist mikið. Læknarn- ir komu enn á ný, en nú voru þeir hættir að brosa. Það lagði af þeim klóróformþef og þeir héldu á blikandi hnífum í hönd- unum. Og þeir kvöldu hann — kvöldu hann svo, að óp hans heyrðust út í garðinn. Loks var- hann orðinn svo örmagna, að hann gat ekki hrópað lengur og féll í dá. Aðeins varir hans héldu áfram að bærast: „Mamma! . . . mamma!“ Eftir fjórar aðgerðir til- kynntu læknarnir greifafrúnni, að þeir gætu ekki læknað dreng- inn af því að hann skorti kalk og önnur málmsölt. „Bein hans þurfa að styrkjast, frú . . . Royanheilsulindirnar reynast vel í slíkum tilfellum.“ Aftur byrjaði flakkið milli heilsulindanna. Læknarnir komu sjaldnar og sjaldnar, og þegar þeir komu, voru þeir al- varlegir og íbyggnir, en með þeim hætti játuðu þeir ósigur sinn. Henri var nú orðinn fjórtán ára. Andlit hans var orðið fölt af þjáningunum og hann hafði ekkert stækkað síðustu fimm árin. Hann var eins og litli skóladrengurinn í Fontaneskól- anum í París. Stundum, þegar móðir hans virti fyrir sér hinn barnslega líkama, fór hún að ef- ast um að hann yrði nokkurn tíma fullvaxta maður. * Þau voru stödd í Nizza, þeg- ar kraftaverkið skeði. Einn morgun var hann hitalaus. Það var í fyrsta skipti í tvö ár, sem hann var hitalaus. Batinn hélt áfram og loks rann upp sá dagur, þegar bein- brotin voru gróin. Auðvitað voru fætur Henris ekki alheilir, því að þeir höfðu brotnað á mörgum stöðum, en hann gat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.