Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 9
„KLONDIKE STEF“
7
aldrei til Herscheleyjar. Vil-
hjálmi bárust tíðindin með hval-
f angara og þótti þau slæm vegna
Leffingwells og Mikkelsens, sem
nú urðu að hætta við leiðangur
sinn í bili. En hitt var honum
fagnaðarefni, að nú var hann
laus og liðugur og gat gert það
sem hann lysti. Fyrsta verk hans
var að svipast um eftir eskimó-
um, sem hann gæti fengið bú-
setu hjá, og næstu þrettán mán-
uði lifði hann meðal þeirra. At-
huganir Vilhjálms meðan hann
dvaldi þarna, lögðu grundvöll að
nýju viðhorfi til norðurheim-
skautslandanna. Honum var
aldrei gjarnt að taka gildar
gamlar venjur og skoðanir að
óreyndu, og hann uppgötvaði nú,
að þær ógnir og skelfingar, sem
aðrir landkönnuðir höfðu lýst
frá þessum slóðum áttu enga
stoð í veruleikanum. Hann
komst að raun um, að loftslag-
ið var fjarri því að vera óblítt,
t. d. í samanburði við loftslag-
ið í Montana (rétt sunnan við
landamæri Kanada), og að gras-
ið var skemmtilega hvanngrænt
á vorin. Eskimóarnir heilluðu
hann alveg sérstaklega. Hann
uppgötvaði fljótt, að það þurfti
að kenna þeim að lifa betur i
landi sínu. Eftir fárra vikna dvöl
var hann farinn að kenna þeim
að byggja betri snjóhús, enda
voru þeir farnir að ryðga í fag-
inu, því að þeir höfðu um all-
langt árabil búið í þægilegum
tjöldum eða timburskúrum, en
byggðu sér aðeins snjóhús í
veiðiferðum. Einnig kenndi hann
þeim bættar veiðiaðferðir og
margt annað smávegis til þæg-
indaauka, en í staðinn lærði hann
af þeim ýmislegt, sem reynslan
hafði kennt þeim.
Þegar Vilhjálmur kom aftur
heim, kvaðst hann hafa haft un-
un af dvöl sinni meðal eskimóa.
Vísindalegar athuganir sínar gaf
hann Harvardháskóla og Toron-
toháskóla, sem báðir féllust á
að greiða hluta af ferðakostnaði
hans. Hann skrifaði f jölda tíma-
ritsgreina, þar sem hann koll-
varpaði öllum fyrri hugmynd-
um um eskimóana. Hann sagði
að þeir lifðu þægilegu og auð-
veldu lífi, í landi, sem byggi yfir
ótakmörkuðum allsnægtum.
Hann sagði, að meltingarsjúk-
dómar og skyrbjúgur hefði ekki
þekkzt meðal þeirra fyrr en hvít-
ir menn fóru að kenna þeim að
éta grænmeti og að bústaðir
þeirra væru að jafnaði ofhitaðir.
Gestrisni þeirra, góðvild og
kurteisi væri einstæð, og það
sem skrifað hefði verið um ó-
þrifnað þeirra, vær mjög orðum
aukið. Skrif þessi komu illa við
menn, sem heimsótt höfðu Norð-
ur-Alaska og -Kanada og höfðu
nú ofan af fyrir sér með því að
halda fyrirlestra um hina frum-
stæðu lifnaðarhætti eskimóanna.
Vilhjálmur styrkti og færði
mjög út hinar nýju skoðanir sín-
ar á heimskautslöndunum í síð-
ari könnunarferðum sínum.
Seint á árinu 1907, er hann var
nýlega komin frá Herschel-