Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 81
Við gleymum því alltof oft, að ást og vinátta,
sem eru undirstaða lífs okkar,
hafa brýna þörf fyrir —
ÞAÐ BEZTA, sem í okkur hýr.
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir I. A. B. Wylie.
‘C'G hafði þekk hann sem lít-
inn strák og mikinn fyrir
sér þegar við lékum okkur sam-
an í bakgörðum í einu úthverfi
Lundúnaborgar. Mörgum árum
seinna hitti ég hann aftur sem
uppivöðslusaman ungling, er áð-
ur en varði breyttist í snyrtileg-
an, athafnasaman og einbeittan
mann. Ég sá hann verða ást-
fanginn í fallegri stúlku, sem
stóð honum framar að menntun
og var ofar í mannfélagsstigan-
um. Hann biðlaði til hennar af
öllum funa og ákaf a æskumanns-
ins, heflaði af sér vankantana
hennar vegna, bókstaflega gjör-
breytti sér til að mæta henni
sem jafningja. Og að lokum fékk
hann hennar.
Hann er nú forstjóri stórrar
verksmiðju og stefnir hærra. En
hann er skilinn við konu sína
og sér ekki börnin sín tvö, sem
hann elskar og dáir, nema þau
fáu skipti, sem lögin heimila.
,,Ef ég hefði fórnað f jölskyldu
minni helming þeirrar umhyggju
og skynsemi, sem ég hef látið
starfi mínu í té,“ sagði hann
einu sinni við mig, „mundi ég
ekki vera einmana og heimilis-
laus eins og ég er nú.“
Eftir giftinguna hafði hinn
skilningsfulli og hugulsami elsk-
hugi breytzt í hversdagslegan
eiginmann, örlátan en afskipta-
lausan og stundum uppstökkan.
Afskiptaleysi hans stafaði ekki
af því að honum væri raunveru-
lega sama um fjölskyldu sína.
Honum þótti innilega vænt um
hana. Vanstilling hans var út-
rás tilfinninga, sem hann bældi
niður í daglegu starfi sínu. Hon-
um kom aldrei til hugar, að þær
gætu valdið tjóni á heimilislífi
hans.
í öllu þessu var hann líkur
flestum okkar, er taka sem gef-
inn hlut þá sem næstir okkur-
standa og eru okkur kærastir..