Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 81

Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 81
Við gleymum því alltof oft, að ást og vinátta, sem eru undirstaða lífs okkar, hafa brýna þörf fyrir — ÞAÐ BEZTA, sem í okkur hýr. Grein úr „Reader’s Digest“, eftir I. A. B. Wylie. ‘C'G hafði þekk hann sem lít- inn strák og mikinn fyrir sér þegar við lékum okkur sam- an í bakgörðum í einu úthverfi Lundúnaborgar. Mörgum árum seinna hitti ég hann aftur sem uppivöðslusaman ungling, er áð- ur en varði breyttist í snyrtileg- an, athafnasaman og einbeittan mann. Ég sá hann verða ást- fanginn í fallegri stúlku, sem stóð honum framar að menntun og var ofar í mannfélagsstigan- um. Hann biðlaði til hennar af öllum funa og ákaf a æskumanns- ins, heflaði af sér vankantana hennar vegna, bókstaflega gjör- breytti sér til að mæta henni sem jafningja. Og að lokum fékk hann hennar. Hann er nú forstjóri stórrar verksmiðju og stefnir hærra. En hann er skilinn við konu sína og sér ekki börnin sín tvö, sem hann elskar og dáir, nema þau fáu skipti, sem lögin heimila. ,,Ef ég hefði fórnað f jölskyldu minni helming þeirrar umhyggju og skynsemi, sem ég hef látið starfi mínu í té,“ sagði hann einu sinni við mig, „mundi ég ekki vera einmana og heimilis- laus eins og ég er nú.“ Eftir giftinguna hafði hinn skilningsfulli og hugulsami elsk- hugi breytzt í hversdagslegan eiginmann, örlátan en afskipta- lausan og stundum uppstökkan. Afskiptaleysi hans stafaði ekki af því að honum væri raunveru- lega sama um fjölskyldu sína. Honum þótti innilega vænt um hana. Vanstilling hans var út- rás tilfinninga, sem hann bældi niður í daglegu starfi sínu. Hon- um kom aldrei til hugar, að þær gætu valdið tjóni á heimilislífi hans. í öllu þessu var hann líkur flestum okkar, er taka sem gef- inn hlut þá sem næstir okkur- standa og eru okkur kærastir..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.