Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 32
A vígaslóð með mannœtum.
Úr bókinni „Cannibal Caravan“,
eftir Charles Miller.
Þó að Charles Miller —■ „mannæt-
an“ eins og hann hefur stundum
verið kallaður —• sé enn ungur mað-
ur, hefur líf hans verið eindæma
œvintýraríkt. Hann hefur lifað meðal
mannœta, staðið andspœnis óðum
villidýrum t frumskógunum, tekið
myndir af enn villtari mönnum á af-
skekktum og fjarlœgum stöðum og
verið mikilsmetinn herflugmaður í
styrjöld.
Fyrir skömmu stjómaði hann leið-
angri inn í miðbik hollenzku Nýju
Guineu fyrir œvintýraþyrsta ame-
riska auðkýfingsdóttur, Leona Jay,
sem hann kvœntist á Java. Með hópi
tryggra malaja og javabúa fóru þau
hjónin langt inn t frumskógana þar
sem þau rákttst á œttflokka, er lifðu
eins og steinaldarmenn, ástunduðu
mannát og höfuðveiðar. Þar varð
Miller nauðugur viljugur að taka
þátt í árás Marind-Anims mannœt-
anna á Diogels œttflokkinn, sem ekki
var óvinum sínum ólystugri á manna-
kjöt . . .
EGAR við lögðum af stað
til húss hinna ókvæntu, þar
sem hermennirnir voru f arnir að
safnast saman, var sóhn að setj-
ast í roðaglóð. Dauft mistur
hvíldi yfir skóginum, mistur sem
dreifði rauðum sólargeislunum
svo að himinninn virtist allur,
frá austri til vesturs, vera roð-
inn blóði. Þegar við komum
að húsi hinna ókvæntu, var orð-
ið dimmt.
Inni var rammur óþefur. Augu
mín voru stundarkorn að venj-
ast myrkrinu, sem var algert,
að undantekinni skímu frá hálf-
kulnuðum varðeld fyrir framan
lágan pall fremst í húsinu. En
brátt tók ég að greina daufar
útlínur hermannanna, sem sátu
á hækjum sínum í hálfhringjum
hlið við hlið og sneru allir and-
litunum að pallinum í þögulli
eftirvæntingu.
Hermenn í fremstu röðinni
þokuðu hljóðlega fyrir mér þeg-
ar ég settist á hækjur mínar
meðal þeirra. Við biðum. Glóð-
in í eldinum varpaði rauðum
bjarma á fitug andlit hinna lif-
andi, og hin dauðu andlit, því
að nú sá ég að niður úr loftinu