Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 40
Gúm, plast, benzín og lakk
eru aðeins fá dæmi um —
Það sem búið er til úr sykri.
Grein úr „Science Digest“,
eftir Benjamin Adelman,
T^F ÞÚ notar sykur aðeins til
að sæta kaffið þitt og mat-
inn þinn, þá ertu orðinn á eftir
tímanum. Reyndu að lakka
gömlu garðstólana þína með
sykri. Úr sykri er hægt að búa
til ágætis lakk. Geturðu breytt
sykri í benzín? Geturou búiö til
gúmhæla úr sykri? Þetta og
margt fleira er nú farið að búa
til úr þessu ómissandi næringar-
og bragðefni.
Sykurlakk er nýtt efni, sem
nefnist allyl sucrose. Tveim efna.
fræðingum, sem vinna við vís-
indastofnun landbúnaðarins í
Bandaríkjunum, tókst eftir
tímafrekar og erfiðar tilraunir
að búa þetta lakk til.
Allyl sucrose er þunnur, ljós-
gulur vökvi, sem harðnar og
verður að óuppleysanlegu piasti
(resin) fyrir áhrif lofts og hita.
Það er ágætt í gljáflöt á gólf,
veggi, húsgögn og annað tré-
verk. Það er mjög gljáandi, ekki
brothætt og geysihart, — og
þó sveigjanlegra en flest önnur
hörð plastefni. Það þolir vatn,
hita, sýrur, fitu og vínanda. All-
yl sucrose er svo sterkt, að sé
það borið á hlífðargleraugu log-
suðumanna, endast þau 400
klukkustundir, eða 100 sinnum
lengur en venjuleg hlífðargler-
augu.
Ef sígarettan, sem þú reykir
er sæt, er ástæðan sú, að 10—•
25% af þunga þurrefnisins í létt-
um sígarettum er sykur, sem
ýmist er fyrir í tóbakinu eða
hefur verið bætt í það. Árið
1948 notuðu tóbaksframleiðend-
ur í Bandaríkjunum 12 þúsund
lestir af hvítum reyrsykri og
rófusykri í framleiðslu sína.
Ástæðan er sú, að hinn logandi
endi sígarettunnar er alkalískur,
og mundi sígarettan því vera
beisk á bragðið, ef ekki væri
bætt í hana sykri. Sykurinn
klofnar við brunann í sýrur,
sem eyða hinum alkalísku efn-
um, sem myndast við brunann,