Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 47
LIFANDI GIMSTEINAR
45
dýr leggist í dvaia, en við er-
um ekki vön því að hugsa okk-
ur fuglana í dvala. Þegar þeir
þola ekki vetrarkuldann, fljúga
þeir til suðlægari landa. Við
hlæjum nú að þeirri gömlu þjóð-
trú, að svölurnar sofi í mýrinni
á veturna, en við ættum aldrei
að ímynda okkur, að við vit-
um allt um náttúruna. Um svip-
að leyti og menn uppgötvuðu
næturdvala kólibrífuglanna upp-
lýstist einnig, að til er í Norður-
Ameríku nátthrafn, sem ligg-
ur í dvala á veturna.
Kólibrífuglarnir eru alamer-
ískir. Útbreiddastir eru þeir í
hinni margbreytilegu náttúru
Andesfjallanna um miðbik
Suður-Ameríku, en þeir eru
fjarri því að vera hitabeltis-
fuglar. Það má rekast á þá al-
veg suður á Eldlandi, þeir
bjóða byrginn snjóbyljum í
hæstu héruðum Andesfjallanna
og einstaka tegundir lifa allt
norður í Alaska og Austur-
Kanada. Þar eru þeir þó að
sjálfsögðu aðeins á sumrin um
útungunartímann og njóta góðs
af hinum langa sumardegi þar.
Á haustin leita þeir suður til
Mexíkó eða jafnvel til Panama.
Ferðir þessara örsmáu fugla
yfir heilt meginland er furðulegt
afrek. Það má sjá þá langt úti
yfir Mexíkóflóanum fljúga í
þráðbeina stefnu eða á svo lágu
flugi yfir Ontariovatninu, að
þeir leita skjóls bak við öld-
urnar.
Kólibrífuglarnir lifa á hun-
angi og skordýrum. Því er svo
haganlega fyrirkomið, að sæt-
ur, auðmeltur hunangssafinn
rennur beina leið niður í þarm-
ana. Skordýrin lenda aftur á
móti í maganum (fóarninu),
sem er einskonar viðauki eða
tota neðst á vélindanu. Hunang-
ið er hinn ákjósanlegasti orku-
gjafi, benzín fyrir hina geysi-
hraðgengu aflvél, en skordýr-
in, sem eru auðug af eggjahvítu-
efnum, notar líkaminn sér til
vaxtar og viðhalds.
Afstaða kólibrífuglanna til
blómanna er hin sama og af-
staða býflugnanna. Þeir bera
frjóduftið á milli og fá hunang
í staðinn. Furðulegur er hæfi-
leiki kólibrífuglsins til að vera
kyrr í loftinu eða fljúga aftur
á bak og til hliðanna líkt og
helikopterflugvél. Leikni hans
má bezt sjá þegar hann svífur
fyrir framan blóm, sem bærist
til og frá í hvössum vindi. Hann
fylgir þá hreyfingum blómsins
og stingur oddmjóu nefinu fim-